Innlent

Þristurinn í heiðurssæti

Gamla landgræðsluvélin, Þristurinn, er í sérstöku heiðurssæti á flugsýningu í Bretlandi um helgina. Vélinni verður flogið yfir svæðið á bæði laugardag og sunnudag og verður hún ein í loftinu yfir svæðinu og þykir það mikill heiður. Þristurinn flaug til Englands í fyrradag, en það var fyrsta millilandaflug vélarinnar í 35 ár. Flugið gekk vel; áætlaður flugtími var sex klukkustundir og fimmtíu og níu mínútur, en aðeins skeikaði tveimur mínútum á flugtímanum því hann var sjö klukkustundir og ein mínúta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×