Innlent

Vilja jarðstreng á Reykjanes

Náttúrverndarsamtök Íslands krefjast þess að Hitaveita Suðurnesja leggi jarðstreng frá Reykjanesvirkjun í stað háspennulínu eins og hitaveitan áformar.  Samtökin hafa sent skipulagsstofnun umsögn varðandi áform hitaveitunnar þar sem háspennulínunni er mótmælt.  Í tilkynningu frá samtökunum segir að háspennulína yfir hraunið á utanverðu Reykjanesi muni valda óásættanlegri sjónmengun á fjölsóttum ferðamannastöðum, auk þess sem eitt stærsta kríuvarp landsins sé rétt sunnan við línuna og eitt fjölskrúðugasta fuglabjarg Suðurnesja norðan við hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×