Sár og sorgmæddur 7. júlí 2005 00:01 "Mér brá þegar ég heyrði að búið væri að gera árás á Lundúnir," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. "Ég var að undirbúa fund með James Gadsden, bandaríska sendiherranum, þegar ég heyrði þetta fyrst. Þegar sendiherrann kom horfðum við saman á fréttir frá Lundúnum á Sky og CNN. Við vorum báðir svekktir, sárir og sorgmæddir þegar við sáum hvað hafði gerst." Davíð segir árásina í gær einkar ófyrirleitna. Spjótunum sé beint að saklausum borgurunum sem geti ekki varið sig. Hann segist eiga marga kunningja í Lundúnum og sem betur fer hafi hann ekki heyrt af neinum sem hafi lent í vandræðum. Davíð segir að þetta sé versta hryðjuverk í sögu Bretlands. Þegar Írski lýðveldisherinn hafi gert árásir hafi hann yfirleitt látið vita hvar og hvenær yrði sprengt. Aðspurður hvort hann telji að árásin tengist þátttöku Breta í Íraksstríðinu segir Davíð að það geti vel verið. "Bretar hafa verið virkustu bandamenn Bandaríkjanna í Írak og því eru þeir líklegast frekar skotmark en ella. Ætla má að þeir séu óvinir númer tvö á eftir Bandaríkjunum hjá þeim öfgamönnum sem gera svona árásir." Davíð segist telja að staða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé sterk. "Oftast þjappar fólk sér á bak við stjórnvöld þegar svona atburðir gerast. Í það minnsta fyrstu mánuðina og misserin á eftir." Davíð segir alveg ljóst að hryðjuverkin hafi verið þaulskipulögð. Ódæðismennirnir hafi gert árásirnar á sama tíma og G8-fundurinn hafi verið að hefjast. Þar með hafi þeir tryggt að kastljós fjölmiðlanna væri mjög nærri og öryggisgæsla ekki jafnmikil og venjulega í Lundúnum þar sem fjöldi löggæslumanna væri í Edinborg að gæta þess að þar fari allt vel fram. Davíð segist telja það algjöra tilviljun að árásin hafi verið gerð degi eftir að tilkynnt var að Lundúnir fengju að halda Ólympíuleikana árið 2012. "Ef einhver hefði viljað koma í veg fyrir að leikarnir færu fram í Lundúnum hefðu þeir væntanlega sprengt tveimur dögum fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
"Mér brá þegar ég heyrði að búið væri að gera árás á Lundúnir," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. "Ég var að undirbúa fund með James Gadsden, bandaríska sendiherranum, þegar ég heyrði þetta fyrst. Þegar sendiherrann kom horfðum við saman á fréttir frá Lundúnum á Sky og CNN. Við vorum báðir svekktir, sárir og sorgmæddir þegar við sáum hvað hafði gerst." Davíð segir árásina í gær einkar ófyrirleitna. Spjótunum sé beint að saklausum borgurunum sem geti ekki varið sig. Hann segist eiga marga kunningja í Lundúnum og sem betur fer hafi hann ekki heyrt af neinum sem hafi lent í vandræðum. Davíð segir að þetta sé versta hryðjuverk í sögu Bretlands. Þegar Írski lýðveldisherinn hafi gert árásir hafi hann yfirleitt látið vita hvar og hvenær yrði sprengt. Aðspurður hvort hann telji að árásin tengist þátttöku Breta í Íraksstríðinu segir Davíð að það geti vel verið. "Bretar hafa verið virkustu bandamenn Bandaríkjanna í Írak og því eru þeir líklegast frekar skotmark en ella. Ætla má að þeir séu óvinir númer tvö á eftir Bandaríkjunum hjá þeim öfgamönnum sem gera svona árásir." Davíð segist telja að staða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé sterk. "Oftast þjappar fólk sér á bak við stjórnvöld þegar svona atburðir gerast. Í það minnsta fyrstu mánuðina og misserin á eftir." Davíð segir alveg ljóst að hryðjuverkin hafi verið þaulskipulögð. Ódæðismennirnir hafi gert árásirnar á sama tíma og G8-fundurinn hafi verið að hefjast. Þar með hafi þeir tryggt að kastljós fjölmiðlanna væri mjög nærri og öryggisgæsla ekki jafnmikil og venjulega í Lundúnum þar sem fjöldi löggæslumanna væri í Edinborg að gæta þess að þar fari allt vel fram. Davíð segist telja það algjöra tilviljun að árásin hafi verið gerð degi eftir að tilkynnt var að Lundúnir fengju að halda Ólympíuleikana árið 2012. "Ef einhver hefði viljað koma í veg fyrir að leikarnir færu fram í Lundúnum hefðu þeir væntanlega sprengt tveimur dögum fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira