Innlent

Full samúðar

"Maður verður óttalaga máttlaus og lítill þegar slíkt gengur á," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. "Ég treysti því að Bretar hafi þessi mál í öruggum farvegi og þeir hafa örugglega komið í veg fyrir árásir af þessu tagi oft á undanförnum misserum. Það er ekkert nema ótrúleg fólska sem lætur fólk gera svona lagað og auðvitað er maður fullur samúðar og hluttekningar til fjölskyldna þeirra sem féllu í árásunum." Kolbrún segir að henni hafi þótt viðbrögð Tony Blair merkileg og að hann hafi sýnt víðsýni og slegið skynsamlega tóna þegar hann hvatti Breta til þess að fordæma ekki alla múslima fyrir voðaverkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×