Innlent

Spyr um launamál borgarinnar

"Ég vildi einfaldlega fá úr því skorið hvort laun þeirra sem nú eru titlaðir sem sviðstjórar hafi hækkað verulega við stjórnkerfisbreytingarnar þó svo að ábyrgðin eða umsvifin hafi ekki aukist í flestum tilfellum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í fyrirspurn sem hann lagði fyrir borgarráð í gær krefst hann svara við þessu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans segir að þó ekki liggi fyrir svar við fyrirspurninni sé óhætt að segja að laun einhverra sviðstjóra hafi hækkað enda hafi umsvif og ábyrgð aukist hjá mörgum þeirra við breytingarnar þegar. Hann segir enn fremur að þó laun einstakra manna hafi hækkað hafi breytingarnar sjálfar verið hagkvæmar. Þeir sviðsstjórar sem Fréttablaðið náði sambandi við sögðust hafa hækkað í launum við breytingarnar en einnig tekið á sig aukna ábyrgð og umsvif. Dagur segir að svar liggi væntanlega fyrir á næsta borgaráðsfundi sem haldinn verður eftir tvær vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×