Innlent

Lýðræðisleg öfl hljóta að sigra

"Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir fordæmum þessi grimmilegu hryðjuverk sem beinast gagnvart saklausum borgurum," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "Hugur okkar er hjá bresku þjóðinni. Það er okkar skylda að styðja við bakið við þeim eins og við getum og efla böndin gegn baráttu gegn þessum illu öflu í heiminum, sem hafa það að markmiði að skapa sem mestan glundroða." Aðspurður um áhrif árásanna segir Halldór atburði sem þessa hafa áhrif um allan heim. "Það dregur úr vilja fólks til að hafa samskipti, skapar ótta og eykur eftirlit í kring um flugvelli og önnur samgöngumannvirki. Það gerðist í kring um 11. september 2001 og mun gerast núna." Halldór segir að á alþjóðavísu muni áhrif árásarinnar verða til þess að þjappa þjóðum heims enn betur saman. "Ég tek undir það sem forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sagði, að þeir geta ekki unnið. Heldur eru það við, hin lýðræðislegu öfl, sem hljóta að vinna þessa baráttu. En það er alltaf erfitt að eiga við fólk sem telur að dauðinn geti verið mikilvægari en lífið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×