Innlent

Taxtahækkanir yfirvofandi

Hækkanir á töxtum leigu- og sendibifreiða standa fyrir dyrum eftir breytingar þær sem urðu á olíugjaldinu þann fyrsta júlí síðastliðinn. Hafa breytingar í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir þær starfsstéttir og reyndar fleiri. Hjá leigubifreiðafélaginu Frama er menn að sönnu ósáttir við breytingarnar sem urðu um mánaðarmótin enda hefur það komið á daginn sem spáð var áður að verð á dísilolíu er orðið hærra en á bensíni. Er það þvert á hugmyndir stjórnvalda með breytingunum sem var ætlað að ýta undir Þorlákur Oddsson, formaður félagsins, segir taxtaskrá leigubílstjóra í endurskoðun og um einhverja hækkun verði að ræða strax í þessum mánuði. "Það er þó ekki eingöngu vegna olíubreytinganna heldur er taxtinn endurskoðaður árlega en þær breytingar sem urðu og hækkanir í kjölfarið munu hafa mikil áhrif." Hann vill þó ekki tjá sig um hversu háar hækkanir verður um að ræða enda félagið enn að yfirfara kostnaðarliði. Hann fullyrðir engu að síður að leigubílstjórar séu eina stétt landsins sem orðið hafi fyrir kjaraskerðingu í kjölfarið á olíubreytingunum. "Ég hef fundað með Geir H. Haarde, fjármálaráðherra en hann vill ekkert gera á þessari stundu. Hann vill bíða átekta eftir að reynsla komist á þetta olíugjaldskerfi en það liggur fyrir að okkar starfsumhverfi er mikið mun erfiðara en það var áður." Jón Hjartarson, sendibílstjóri og stjórnarmaður í Landssambandi sendibílstjóra, segir taxtahækkanir ennfremur ráðgerðar næstu misseri. "Að mínu viti gætu frekari hækkanir á olíuverði þýtt mögulega taxtahækkun um einhver fimm prósent eða svo en það er bara gróf ágiskun. Við verðum hins vegar ekki eins illa úti eftir breytingarnar og til að mynda leigubílstjórar þannig að öll gjaldskrárhækkun verður í hófi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×