Innlent

Annmarkar á málsmeðferð

Umboðsmaður Alþingis telur að verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkissaksóknara þegar hann staðfesti ákvörðun lögreglu um að rannsókn kærumáls yrði hætt. Kærandinn í því máli hafði bæði beðið um aðgang að gögnum málsins og að fá tækifæri til að setja fram frekari rökstuðning fyrir kæru sinni þegar hann hefði farið yfir gögnin, áður en ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun lögreglu. Saksóknari varð ekki við því og staðfesti ákvörðun lögreglu og kvartaði kærandinn undan þeirri ákvörðun við umboðsmann. Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til ríkissaksóknara að öðruvísi yrði tekið á sambærilegum beiðnum innan embættisins í framtíðinni í samræmi við þau sjónarmið sem sett væru fram í álitinu. Þá vildi hann að ríkissaksóknari tæki beiðni mannsins fyrir að nýju ef beiðni þess efnis kæmi frá kæranda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×