Innlent

Tugir breyttu ferðaáætlun

Ekki varð röskun á áætlunarflugi Icelandair og Iceland Express milli Keflavíkur og Lundúna í gær. Vélar beggja félaga lentu þar um hádegisbil og héldu til Íslands á ný klukkan eitt. "Um 150 farþegar voru um borð af 170 sem voru bókaðir," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Öllu færri, eða aðeins fimm, skiluðu sér ekki í flug Iceland Express en það er svipaður fjöldi og á venjulegum degi, að sögn Birgis Jónssonar framkvæmdastjóra. "Það var líka mjög lítið um afbókanir fyrir seinna flugið til Standsted," segir Birgir en vélin fór utan um fjögur leytið í gær. Nokkrir tugir farþega leituðu til Icelandair til að fá að breyta ferðatilhögun sinni og brást félagið vel við þeim óskum. "Við ákváðum að breyta reglum okkar í ljósi aðstæðna," segir Guðjón Arngrímsson. Sama var uppi á teningnum hjá Iceland Express, þar gat fólk breytt bókunum án þess að þurfa að greiða breytingargjald og fargjaldamismun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×