Innlent

Upplýsingaútvarp á ensku

Upplýsingaútvarp á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komið í loftið á Suðurnesjum. Því er ætlað að auðvelda erlendum ferðamönnum til muna aðgang að gagnlegum upplýsingum. Einnig gefst þjónustuaðilum með þessum miðli aukin tækifæri til að ná til þeirra ferðamanna sem leið eiga um Reykjanes. Á dagskrá útvarpsins eru m.a. kynningar og upplýsingar um Reykjanes, áhugaverða staði, hótel, gistingu og bílaleigubíla. Útsendingarsvæði stöðvarinnar er Suðurnes á tíðninni fm 103,3. Ráðgert er að stöðin, sem ber heitið Tourist Info Radio, fari í loftið í Reykjavík fljótlega. Upplýsingum um útvarpið er dreift í Flugstöð Leifs Eiríksonar, í leigubíla, bílaleigubíla og víðar.  Upplýsingafyrirtækið INTRO á og rekur útvarpsstöðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×