Hugmyndir um niðurrif húss Vistors 6. júlí 2005 00:01 Lögfræðistofa lyfjafyrirtækisins Vistor í Garðabæ hefur sent bæjaryfirvöldum þar bréf vegna hugmynda Klasa hf. um að rífa hús fyrirtækisins og byggja íbúðir og verslanir. Bæjarstjórn gerði í apríl samning við Klasa hf. um að þróa deiliskipulag fyrir miðbæinn og gerir tillaga fyrirtækisins sem lögð var fram á dögunum ráð fyrir útvíkkun miðbæjarins í átt að Hafnarfjarðarvegi og þar með yfir lóð Vistors. "Í bréfinu fóru þeir fram á að Garðabær felldi út úr skipulagshugmyndum sínum að húsið verði fjarlægt. Þeir tala um það í þessu bréfi að ekkert samráð hafi verið haft við þá um þetta mál, þetta er mjög ankannalegt," segir fulltrúi minnihlutans Einar Sveinbjörnsson. Á bæjarráðsfundi á þriðjudag lagði Einar til að hugmyndir um að stækka miðbæinn í átt að Hafnarfjarðarvegi yrðu nú þegar lagðar á hilluna. "Þessi hugmynd gengur bara alls ekki upp ef að Vistor vill vera þarna áfram og ég skil það vel, þeir eru í framtíðarhúsnæði og með 110 starfmenn," segir Einar. Tillaga hans var felld með tveimur atkvæðum gegn einu. Formaður bæjarráðs, Erling Ásgeirsson, vill gefa Klasa vinnufrið en fyrirtækið á að skila skipulagstillögum í árslok. "Þessi tillaga nær aldrei fram að ganga nema með fullu samráði við Vistor," segir Erling. "Þetta er stormur í vatnsglasi. Hugmyndir að breytingu á Vistor reit er algjörlega á ábyrgð Klasa og háð samningum við Vistor, bæjarráði að meinalausu, nái það ekki fram að ganga. Bæjarráð Garðabæjar vill alls ekki reka Vistor úr bænum, það er af og frá. Þar af leiðandi tel ég að þessi bókun Einars sé ótímabær og til þess að gera málið tortryggilegt," segir Erling. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að fyrirtækið sé ekki tilbúið til að færa sig um set. "Okkur líður mjög vel þarna og erum með lóð sem gefur okkur tækifæri á stækkun." Hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af tillögum Klasa enda séu þær einungis á hugmyndastigi og á kynningarfundum með bæjarbúum hafi ekki verið tekið vel í þær. "Ég held að það gefi auga leið að ef bæjarbúar eru neikvæðir gagnvart þessu fer þetta ekki í gegn. Við sendum bréfið einungis vegna þess að verið var að kynna breytingarnar og óskað eftir athugasemdum. Við vorum bara að minna á okkur," segir Hreggviður. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Lögfræðistofa lyfjafyrirtækisins Vistor í Garðabæ hefur sent bæjaryfirvöldum þar bréf vegna hugmynda Klasa hf. um að rífa hús fyrirtækisins og byggja íbúðir og verslanir. Bæjarstjórn gerði í apríl samning við Klasa hf. um að þróa deiliskipulag fyrir miðbæinn og gerir tillaga fyrirtækisins sem lögð var fram á dögunum ráð fyrir útvíkkun miðbæjarins í átt að Hafnarfjarðarvegi og þar með yfir lóð Vistors. "Í bréfinu fóru þeir fram á að Garðabær felldi út úr skipulagshugmyndum sínum að húsið verði fjarlægt. Þeir tala um það í þessu bréfi að ekkert samráð hafi verið haft við þá um þetta mál, þetta er mjög ankannalegt," segir fulltrúi minnihlutans Einar Sveinbjörnsson. Á bæjarráðsfundi á þriðjudag lagði Einar til að hugmyndir um að stækka miðbæinn í átt að Hafnarfjarðarvegi yrðu nú þegar lagðar á hilluna. "Þessi hugmynd gengur bara alls ekki upp ef að Vistor vill vera þarna áfram og ég skil það vel, þeir eru í framtíðarhúsnæði og með 110 starfmenn," segir Einar. Tillaga hans var felld með tveimur atkvæðum gegn einu. Formaður bæjarráðs, Erling Ásgeirsson, vill gefa Klasa vinnufrið en fyrirtækið á að skila skipulagstillögum í árslok. "Þessi tillaga nær aldrei fram að ganga nema með fullu samráði við Vistor," segir Erling. "Þetta er stormur í vatnsglasi. Hugmyndir að breytingu á Vistor reit er algjörlega á ábyrgð Klasa og háð samningum við Vistor, bæjarráði að meinalausu, nái það ekki fram að ganga. Bæjarráð Garðabæjar vill alls ekki reka Vistor úr bænum, það er af og frá. Þar af leiðandi tel ég að þessi bókun Einars sé ótímabær og til þess að gera málið tortryggilegt," segir Erling. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að fyrirtækið sé ekki tilbúið til að færa sig um set. "Okkur líður mjög vel þarna og erum með lóð sem gefur okkur tækifæri á stækkun." Hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af tillögum Klasa enda séu þær einungis á hugmyndastigi og á kynningarfundum með bæjarbúum hafi ekki verið tekið vel í þær. "Ég held að það gefi auga leið að ef bæjarbúar eru neikvæðir gagnvart þessu fer þetta ekki í gegn. Við sendum bréfið einungis vegna þess að verið var að kynna breytingarnar og óskað eftir athugasemdum. Við vorum bara að minna á okkur," segir Hreggviður.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira