Innlent

Fjórðungur af fjárlögum

Heildargreiðslur Tryggingastofnunar á árinu 2004 námu um 70 milljörðum á síðasta ári eða um fjórðungi af áætluðum ríkisútgjöldum, sem er 15 milljörðum meira en árið 2003. Skýrist sú hækkun einna helst á 12 milljarða greiðslu til öldrunar- og endurhæfingastofna, en þær greiðslur voru ekki tilteknar fyrir árið 2003. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að hækkunin á milli ára sé aðalega komin til vegna vaxandi bótagreiðslna, kostnaður vegna sjúkratrygginga hafi ekki aukist á milli ára og lyfjakostnaður hafi minnkað. Um helmingur greiðslna Tryggingastofnunar eru vegna lífeyristrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar, eða um 35 milljarðar sem er um 2 milljörðum meira en árið 2003. Þá hafa greiðslur vegna sjúkratrygginga hækkað um milljarð og voru um 15 milljarðar á síðasta ári. Greiðslur vegna fæðingaorlofssjóðs voru um 7 milljarðar á árinu 2004 og hækkuðu milli ára um 1,4 milljarð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×