Innlent

Hér & nú: Alls óskyldur rekstur

Ritstjóri tímaritsins Hér & nú segir rekstur auglýsingastofu og útgáfu tímarits vera alls óskyldan rekstur. Hann sendi tilkynningu til fjölmiðla í kjölfar þess að auglýsingastofan Hér & nú ehf. kærði tímaritið Hér og nú á þeim forsendum að efnistök tímaritsins og trúverðugleiki hafi neikvæða áhrif á ímynd, orðspor og trúverðugleika auglýsingastofunnar. Ritstjórinn, Garðar Örn Úlfsson, bendir á að fyrir liggi margir úrskurðir Samkeppnisyfirvalda um að sama nafn geti verið notað á óskyldan rekstu og að rekstur auglýsingastofu og útgáfa tímarits sé alls óskyldur rekstur. „Í raun má segja að vonlaust sé að að rugla þessu tvennu saman. Sem dæmi má nefna að Kastljós er fyrirtæki í Skipholti, Spegillinn félag í Hafnarfirði og Víðsjá er fyrirtæki í Birkihlíð. Þessi þrjú fyrirtækjaheiti eru einnig notuð sem nöfn á þætti í Ríkissjónvarpinu og Ríkisútvarpinu,“ segir Garðar. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×