Ferja milli Íslands og Evrópu 6. júlí 2005 00:01 Hópur manna vinnur nú að undirbúningi þess að ferjusiglingar hefjist milli Reykjavíkur, Newcastle á Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi næsta vor. Einnig kemur til greina að hafnarstæði ferjunnar verði í Þorlákshöfn eða á Grundartanga. Aðstandendurnir leggja mikið upp úr þægindum og tala jafnvel um lúxusferju í eigu Íslendinga. Þeir hafa undanfarið skoðað nokkur skip og sjá fyrir sér að ferjan geti orðið um eða yfir 140 metra löng, tekið allt að 1200 farþega og 200 bíla, og geti siglt frá Reykjavík inn í hjarta Evrópu á þremur dögum. Málið hefur verið á hugmynda- og umræðustigi í meira en tvö ár í fámennum hópi sem hefur fundað með fjölda aðila og kynnt hugmyndina. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur átt fundi með hópnum og mun vera velviljaður hugmyndinni. Aðrir alþingismenn og sveitarstjórnarmenn hafa einnig sýnt málinu áhuga og vilja greiða götu þess, þó ekki standi til að ríkið fjármagni ferjusiglingarnar. Þá hefur hugmyndin einnig verið kynnt fyrir Samskipum og Eimskipum og einnig hafa einstaklingar innan ferðaþjónustunnar sýnt hugmyndinni áhuga. Um þessar mundir er verið að leggja drög að stofnun félags sem vinnur að frekari undirbúningi og öflun fjárfesta. Stefnt er að því að halda opinn kynningar- og blaðamannafund um ferjusiglingarnar um miðjan ágúst til að stækka hópinn og verður félagið stofnað í kjölfar þess. "Við sjáum enga agnúa á því að hefja siglingar næsta vor," segir Guðjón Jónsson, bílsstjóri í ferðaþjónustu og fyrrverandi skipstjóri, en hann er einn frumkvöðlanna. "Í sjálfu sér er ekki margt sem þarf að ganga upp til að það takist." Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Hópur manna vinnur nú að undirbúningi þess að ferjusiglingar hefjist milli Reykjavíkur, Newcastle á Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi næsta vor. Einnig kemur til greina að hafnarstæði ferjunnar verði í Þorlákshöfn eða á Grundartanga. Aðstandendurnir leggja mikið upp úr þægindum og tala jafnvel um lúxusferju í eigu Íslendinga. Þeir hafa undanfarið skoðað nokkur skip og sjá fyrir sér að ferjan geti orðið um eða yfir 140 metra löng, tekið allt að 1200 farþega og 200 bíla, og geti siglt frá Reykjavík inn í hjarta Evrópu á þremur dögum. Málið hefur verið á hugmynda- og umræðustigi í meira en tvö ár í fámennum hópi sem hefur fundað með fjölda aðila og kynnt hugmyndina. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur átt fundi með hópnum og mun vera velviljaður hugmyndinni. Aðrir alþingismenn og sveitarstjórnarmenn hafa einnig sýnt málinu áhuga og vilja greiða götu þess, þó ekki standi til að ríkið fjármagni ferjusiglingarnar. Þá hefur hugmyndin einnig verið kynnt fyrir Samskipum og Eimskipum og einnig hafa einstaklingar innan ferðaþjónustunnar sýnt hugmyndinni áhuga. Um þessar mundir er verið að leggja drög að stofnun félags sem vinnur að frekari undirbúningi og öflun fjárfesta. Stefnt er að því að halda opinn kynningar- og blaðamannafund um ferjusiglingarnar um miðjan ágúst til að stækka hópinn og verður félagið stofnað í kjölfar þess. "Við sjáum enga agnúa á því að hefja siglingar næsta vor," segir Guðjón Jónsson, bílsstjóri í ferðaþjónustu og fyrrverandi skipstjóri, en hann er einn frumkvöðlanna. "Í sjálfu sér er ekki margt sem þarf að ganga upp til að það takist."
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira