Innlent

Fá ekki að sjá minnispunktana

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hafnað kröfu kennarahóps í Landakotsskóla um aðgang að minnispunktum, sem fulltrúi í kennararáði skólans lagði fram á skólanefndarfundi í janúar síðastliðnum. Þótt notast hafi verið við punktana á fundinum og ritari nefndarinnar hafi stuðst við þá við ritun fundargerðar, þá voru þeir ekki lagðir formlega fram né vísað í þá og því taldi úrskurðarnefndin þá ekki falla undir upplýsingalög. Skólanefnd beri því hvorki að varðveita þá né afhenda. Minnispunktarnir hafa verið helsti ásteytingarsteinninn í deilum kennarahópsins og skólanefndar Landakotsskóla og þrátt fyrir úrskurðinn vilja kennararnir enn fá aðgang punktunum. Málið er áfram í biðstöðu meðan unnið er að ráðningu nýs skólastjóra. Í millitíðinni er unnið að því innan stjórnar skólans að finna einhverja lausn til að koma til móts við kröfu kennaranna þannig að friður skapist í skólanum áður en næsta skólaár hefst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×