Innlent

Undirbýr boðun verkfalls

Starfsmannafélag Suðurnesja hefur vísað vinnudeilu sinni við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara og undirbýr boðun verkfalls. Um fjögur hundruð manns eru í félaginu og ef til verkfalls kemur hefst það 2. september. Fari svo verður „Ljósanóttin“ svokallaða í Keflavík ljóslaus í ár því félagsmenn í starfsmannafélaginu hafa annast uppsetningu ljóskera og tendrað ljósin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×