Innlent

Fjórir hvalir í Keflavíkurhöfn

Mikill bægslagangur er nú í höfninni í Keflavík þar sem þrjár hrefnur og einn hnúfubakur eru að næra sig og leika sér. Hvalirnir eru alls ófeimnir við umferð um bryggjuna en talið er að þeir séu meðal annars að éta síld. Þá hafa þeir rennt sér að smábátahöfninni, sem er heimahöfn hvalaskoðunarskipsins Moby Dicks, en þessa stundina geta hvalaskoðarar fylgst með hvölunum úr landi. Það má segja að það sé kaldhæðni örlaganna að hrefnurnar komu til hafnar í Keflavík í gær, í sama mund og fyrstu hrefnuveiðibátarnir létu úr höfn og héldu til hafs í leit að hrefnum. Nú væri hins vegar hægt að skjóta þær af bryggjusporðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×