Innlent

Níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal fyrir aðild að innflutningi á rúmum tveimur og hálfu kílói af kannabisefni til landsins. Með brotunum rauf maðurinn í þriðja sinn skilorð dóms sem hann hlaut árið 2003. Hann var einnig sakfelldur fyrir þjófnað, eignaspjöll og húsbrot fyrir að hafa ruðst inn á heimili konu í janúar á síðasta ári í þeim tilgangi að innheimta fíkniefnaskuld sonar hennar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir líkamsárás á konuna en var sýknaður af þeirri ákæru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×