Innlent

Lyf og heilsa styrkir PSÍ

Parkinsonssamtök Íslands, PSÍ, hafa gert tveggja ára samstarfssamning við Lyf og heilsu um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili samtakanna. Fjárstyrk Lyf og heilsu verður varið í fræðslumál en hann mun nýtast meðal annars í norræna ráðstefnu um sjúkdóminn sem Parkinsonssamtökin standa að á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig fræða starfsfólk sitt um málefni Parkinsonssjúklinga og verður afsláttur veittur PSÍ félögum í verslununum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×