Innlent

Viðgerð hafin á ljósleiðara

Viðgerðarmenn símans eru byrjaðir að gera við ljósleiðarann, sem rofnaði á milli Reyðarfjarðar og Fásrkúðsfjarðar í gær vegna skriðufalla. Útsendingar ríkissjónvarpsins hafa legið niðri á sunnanverðum Austfjörðum vegna þessa auk þess sem bilunin hefur áhrif á gagnaflutninga á svæðinu og á GSM samband á einhverjum svæðum. Vonast er til að viðgerð ljúki i dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×