Innlent

Sturla ekki í forstjórastólinn

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun ekki setjast í forstjórastól Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fram hefur komið í Viðskiptablaðinu að Sturla muni að öllum líkindum taka við starfinu en aðstoðarmaður ráðherra neitar því alfarið. Fjármálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 1. september n.k. Umsóknir skulu hafa borist fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 25. júlí n.k.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×