Er okrað á okkur? 1. júlí 2005 00:01 Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun