Innlent

Bensínverð ekki verið hærra

Olíufélagið Esso hefur hækkað verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur lítrann og hefur bensínverð ekki verið hærra hér á landi. Eftir hækkunina kostar lítrinn á 95 oktana bensíni 114,70 krónur á stöðvum með fulla þjónustu en algengt verð er 109,6 krónur í sjálfsafgreiðslu. Lítrinn af dísilolíu kostar 62,10 krónur með þjónustu en 57,10 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hin olíufélögin hafa ekki enn fylgt á eftir. Ólafur Baldursson, sölustjóri hjá Atlantsolíu, segir koma í ljós í kringum miðnætti hvort Atlantsolía muni hækka eldsneytisverð. Verð á hráolíu hækkaði í morgun á heimsmarkaði og fylgdi bensínverð í kjölfarið. Hver tunna af hráolíu kostar tæpa 60 dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×