Innlent

Samtvinnun auglýsinga og viðtala

Athafnakona í Reykjavík fékk símtal frá Frjálsri verslun fyrir skemmstu þar sem henni var boðið í heilsíðuviðtal. Sá böggull fylgdi skammrifi að skilyrði fyrir viðtalinu var að konan keypti heilsíðuauglýsingu fyrir fyrirtæki sitt. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir það hafa tíðkast lengi hjá blaðinu að vera með aukablöð inni í blaðinu þar sem seldar eru opnur með auglýsingu á annarri síðunni og viðtali á hinni. Öllum eigi að vera ljóst að þetta séu auglýsingar. Og hann segir af og frá að frekar sé reynt að selja konum svona auglýsingar; ástæðan að þessu sinni sé að næsta blað verði helgað konum í íslensku viðskiptalífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×