Litla sælgætismálið Helgi Seljan skrifar 31. maí 2005 00:01 Fréttaskýring - Helgi Seljan Kærður fyrir „smygl” á gotteríi - Litla sælgætismálið fyrir dómi á Héraði. Mál Árna Emanúelssonar var í gær tekið fyrir í héraðsdómi Austurlands. Árni er ákærður fyrir brot á tollalögum með því að hafa í nóvember í fyrra haft 25 kílóum of mikið af sælgæti með sér til Íslands. Tollverðir sektuðu Árna fyrir gjörninginn þegar hann að eigin sögn framvísaði farangri sínum við komuna til Seyðisfjarðar, þaðan sem hann hafði siglt með Norrænu frá Danmörku til Íslands. Árni féllst ekki á að greiða sektina þar sem hann taldi sig í öruggum rétti til að taka sælgætið með sér inn til landsins, enda hefði hann framvísað því og þar með átt rétt á að borga af því toll og geta þar með gætt sér á gottinu með barnabörnum sínum. Málið á sér fá fordæmi í réttarsögunni að sögn lögmanns hans. Ef rennt er yfir dagskrá Héraðsdóms Austurlands fyrir daginn í gær, má sjá þar aðalmeðferð í máli sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði höfðaði gegn Árna nokkrum Emanúelssyni vegna meitnra brota á tollalögum. Af þessu mætti lesa að Árni hefði gerst sekur um stórsmygl eða að minnsta kosti tilraun til þess, sannleikurinn er þó nokkur annar því málið varðar meinta tilraun Árna til að smygla 25 kílóum af sælgæti inn til Íslands í gegnum ferjuhöfnina á Seyðisfirði.Réttlætismál Tittlingaskítur, myndi einhver eflaust kalla málið sem nú er rekið fyrir dómsstólum með tilheyrandi kostnaði. Fyrir Árna er málið hins vegar mikið réttlætismál sem lýsir sér eflaust best í því að hann hefði getað lokið málinu með greiðslu sektar að andvirði 7500 krónur. Árni telur hins vegar að sér og sínum hafi verið brotið og er því mættur í héraðsdóm ásamt Bjarna Björgvinssyni lögmanni sínum og hyggst berjast til sigurs í máli sem réttilega mætti nefna litla sælgætismálið, eða jafnvel pínulitla sælgætismálið. Litla sælgætismálið hófst þegar Árni og fleiri meðlimi fjöslkyldu hans, fimm fullorðnir og tíu ára barnabarn hans, komu til Íslands með ferjunni Norrænu í lok Nóvember á síðasta ári. Fjölskyldan var á tveimur bílum og var að koma af ferðalagi um Norðurlöndin þar sem Árni festi meðal annars kaup á húsbíl fyrir sig og fjölskylduna.Í gegnum rétt hlið Þegar Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði þennan kalda nóvembermorgun, og slyddan og regnið gáfu þeim til kynna að til Íslands væri komið, ók Árni með húsbílinn sem leið lá út úr Norrænu og í átt að tollahliðunum. Þar sem Árni hafði keypt bíl sinn á ferðalaginu, ók hann samviskusamlega að hliði merktu “Tollskyldur varningur”, enda þurfti hann að ganga frá tollamálum vegna bílsins. Árni var þá alls grunlaus um að með því að aka í gegnum það hlið virtist hann þó ekki búinn að gefa tollvörðum á Seyðisfirði nægilega vel til kynna að hann væri með tollskyldan varning því þegar bíll hans var stöðvaður og pappírar yfirfarnir vildu tollverðir skoða húsbíl fjölskyldunnar nánar og var Árna og fjölskyldu því gert að yfirgefa bílinn með farangur sinn meðan á þessu stóð. Árni sagði frá þessu sérstæða máli í þættinum Allt og Sumt á Talstöðinni í dag.Neitað um að greiða toll Tollverðir fóru yfir farangurinn en mesta athygli veittu þeir þó plastpokum sem höfðu verið á gólfi í húsbílnum en í þeim var sælgæti, nánar til tekið lakkrís, hlaup og kassi af litlum pepsídósum. Samtals vigtaði sælgætið, sem Árni hafði keypt um borð í Norrænu og að sögn ætlað til hátíðarbrigða fyrir sig og barnabörnin um komandi jól, 28 kíló. Þar sem hver maður má einungis hafa með sér 3 kíló af sælgæti til landsins, eins og kveðið er um í reglugerð um tollfrjálsan varning fyrir ferðamenn þar sem segir að komi menn með meira gott en kílóin þrjú þurfi að framvísa því og greiða af aðflutningsgjöld, tolla eins og það er nefnt í daglegu tali. Sá Árni því fram á að þurfa að greiða toll fyrir sælgætið, en komast þó með það heim til að gæða sér á um jólin. Þessu höfnuðu hins vegar tollverðir einhverra hluta vegna og sögðu Árna hafa brotið reglur um tollfrjálsan varning með því að koma með 25 kílóum meira af sælgæti til landsins en leyfilegt er og var honum því næst sagt af tollvörðum að hann skyldi greiða 7500 krónur í ríkissjóð fyrir brot sitt jafnvel þó Árni hefði ekið í gegnum hlið merkt “tollskyldur varningur” og framvísað hinu meinta góssi sínu.Hafnaði sektinni og fór í dóm Að sögn Árna var það ekki til umræðu á þessum tímapunkti að greiða toll af sælgætinu sem hann hafði komið með umfram, og eiga þannig kost á því að gæða sér á gottinu. Nei, var svar hinna svartklæddu, gottið skyldi haldlagt og sektin greidd. Árni sætti sig ekki við þetta og hafnaði sektinni og því fór málið til sýslumannsins á Seyðisfirði sem gaf út ákæru í málinu sem nú er farið fyrir dómstóla eystra. Lögmaður Árna segir málið borðleggjandi, Árni hafi framvísað varningnum og því átt að fá þess kost að greiða af honum toll, sem tollverðir hafi synjað honum um. Litla sælgætismálið er því í dómi þar sem kölluð verða til vitnis Árni og fleiri meðlimir í fjölskyldu hans auk tollvarða.Rétt hjá Árna að sögn tollara Ekki reyndist unnt að ná tali af sýslumanni eða yfirmanni tollgæslunnar á Seyðisfirði í dag vegna málsins. Hjá tollgæslunni á Seyðisfirði fengust hins vegar þau svör að ef menn færu gegnum “rauða hliðið,” og gæfu þannig til kynna að tollskyldur varningur væri meðferðis, þá ættu þeir rétt á að greiða fyrir það sem þeir hefðu umfram - líka af sælgæti. Dóms er að vænta í málinu innan þriggja vikna.helgi@talstodin.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Fréttaskýring - Helgi Seljan Kærður fyrir „smygl” á gotteríi - Litla sælgætismálið fyrir dómi á Héraði. Mál Árna Emanúelssonar var í gær tekið fyrir í héraðsdómi Austurlands. Árni er ákærður fyrir brot á tollalögum með því að hafa í nóvember í fyrra haft 25 kílóum of mikið af sælgæti með sér til Íslands. Tollverðir sektuðu Árna fyrir gjörninginn þegar hann að eigin sögn framvísaði farangri sínum við komuna til Seyðisfjarðar, þaðan sem hann hafði siglt með Norrænu frá Danmörku til Íslands. Árni féllst ekki á að greiða sektina þar sem hann taldi sig í öruggum rétti til að taka sælgætið með sér inn til landsins, enda hefði hann framvísað því og þar með átt rétt á að borga af því toll og geta þar með gætt sér á gottinu með barnabörnum sínum. Málið á sér fá fordæmi í réttarsögunni að sögn lögmanns hans. Ef rennt er yfir dagskrá Héraðsdóms Austurlands fyrir daginn í gær, má sjá þar aðalmeðferð í máli sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði höfðaði gegn Árna nokkrum Emanúelssyni vegna meitnra brota á tollalögum. Af þessu mætti lesa að Árni hefði gerst sekur um stórsmygl eða að minnsta kosti tilraun til þess, sannleikurinn er þó nokkur annar því málið varðar meinta tilraun Árna til að smygla 25 kílóum af sælgæti inn til Íslands í gegnum ferjuhöfnina á Seyðisfirði.Réttlætismál Tittlingaskítur, myndi einhver eflaust kalla málið sem nú er rekið fyrir dómsstólum með tilheyrandi kostnaði. Fyrir Árna er málið hins vegar mikið réttlætismál sem lýsir sér eflaust best í því að hann hefði getað lokið málinu með greiðslu sektar að andvirði 7500 krónur. Árni telur hins vegar að sér og sínum hafi verið brotið og er því mættur í héraðsdóm ásamt Bjarna Björgvinssyni lögmanni sínum og hyggst berjast til sigurs í máli sem réttilega mætti nefna litla sælgætismálið, eða jafnvel pínulitla sælgætismálið. Litla sælgætismálið hófst þegar Árni og fleiri meðlimi fjöslkyldu hans, fimm fullorðnir og tíu ára barnabarn hans, komu til Íslands með ferjunni Norrænu í lok Nóvember á síðasta ári. Fjölskyldan var á tveimur bílum og var að koma af ferðalagi um Norðurlöndin þar sem Árni festi meðal annars kaup á húsbíl fyrir sig og fjölskylduna.Í gegnum rétt hlið Þegar Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði þennan kalda nóvembermorgun, og slyddan og regnið gáfu þeim til kynna að til Íslands væri komið, ók Árni með húsbílinn sem leið lá út úr Norrænu og í átt að tollahliðunum. Þar sem Árni hafði keypt bíl sinn á ferðalaginu, ók hann samviskusamlega að hliði merktu “Tollskyldur varningur”, enda þurfti hann að ganga frá tollamálum vegna bílsins. Árni var þá alls grunlaus um að með því að aka í gegnum það hlið virtist hann þó ekki búinn að gefa tollvörðum á Seyðisfirði nægilega vel til kynna að hann væri með tollskyldan varning því þegar bíll hans var stöðvaður og pappírar yfirfarnir vildu tollverðir skoða húsbíl fjölskyldunnar nánar og var Árna og fjölskyldu því gert að yfirgefa bílinn með farangur sinn meðan á þessu stóð. Árni sagði frá þessu sérstæða máli í þættinum Allt og Sumt á Talstöðinni í dag.Neitað um að greiða toll Tollverðir fóru yfir farangurinn en mesta athygli veittu þeir þó plastpokum sem höfðu verið á gólfi í húsbílnum en í þeim var sælgæti, nánar til tekið lakkrís, hlaup og kassi af litlum pepsídósum. Samtals vigtaði sælgætið, sem Árni hafði keypt um borð í Norrænu og að sögn ætlað til hátíðarbrigða fyrir sig og barnabörnin um komandi jól, 28 kíló. Þar sem hver maður má einungis hafa með sér 3 kíló af sælgæti til landsins, eins og kveðið er um í reglugerð um tollfrjálsan varning fyrir ferðamenn þar sem segir að komi menn með meira gott en kílóin þrjú þurfi að framvísa því og greiða af aðflutningsgjöld, tolla eins og það er nefnt í daglegu tali. Sá Árni því fram á að þurfa að greiða toll fyrir sælgætið, en komast þó með það heim til að gæða sér á um jólin. Þessu höfnuðu hins vegar tollverðir einhverra hluta vegna og sögðu Árna hafa brotið reglur um tollfrjálsan varning með því að koma með 25 kílóum meira af sælgæti til landsins en leyfilegt er og var honum því næst sagt af tollvörðum að hann skyldi greiða 7500 krónur í ríkissjóð fyrir brot sitt jafnvel þó Árni hefði ekið í gegnum hlið merkt “tollskyldur varningur” og framvísað hinu meinta góssi sínu.Hafnaði sektinni og fór í dóm Að sögn Árna var það ekki til umræðu á þessum tímapunkti að greiða toll af sælgætinu sem hann hafði komið með umfram, og eiga þannig kost á því að gæða sér á gottinu. Nei, var svar hinna svartklæddu, gottið skyldi haldlagt og sektin greidd. Árni sætti sig ekki við þetta og hafnaði sektinni og því fór málið til sýslumannsins á Seyðisfirði sem gaf út ákæru í málinu sem nú er farið fyrir dómstóla eystra. Lögmaður Árna segir málið borðleggjandi, Árni hafi framvísað varningnum og því átt að fá þess kost að greiða af honum toll, sem tollverðir hafi synjað honum um. Litla sælgætismálið er því í dómi þar sem kölluð verða til vitnis Árni og fleiri meðlimir í fjölskyldu hans auk tollvarða.Rétt hjá Árna að sögn tollara Ekki reyndist unnt að ná tali af sýslumanni eða yfirmanni tollgæslunnar á Seyðisfirði í dag vegna málsins. Hjá tollgæslunni á Seyðisfirði fengust hins vegar þau svör að ef menn færu gegnum “rauða hliðið,” og gæfu þannig til kynna að tollskyldur varningur væri meðferðis, þá ættu þeir rétt á að greiða fyrir það sem þeir hefðu umfram - líka af sælgæti. Dóms er að vænta í málinu innan þriggja vikna.helgi@talstodin.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira