Innlent

Bjart veður næstu daga

Spámennirnir á Veðurstofu Íslands sjá ekki fram á neinar breytingar á veðrinu næstu vikuna og rúmlega það. "Það verður mjög rólegt veður, væntanlega mjög bjart en engin veruleg hlýindi að sjá enn sem komið er," segir Theódór Hervarsson veðurfræðingur. "Hitinn gæti náð í 14 eða 15 gráður yfir daginn og það má alltaf reikna með einhverju skúraveðri, en enga hressilega vætu er þó að sjá í þessu." Ástæðuna fyrir þessu stöðuga veðri segir hann vera hæðarhrygg sem hafi plantað sér niður umhverfis landið og sé alls ekkert á förum á næstunni. Engar lægðir eigi minnsta möguleika á að vinna á henni í bráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×