Engin ástæða til álverskapphlaups 29. maí 2005 00:01 Næg orka og rými eru á Íslandi svo að Alcan þarf ekki að rjúka upp til handa og fóta þótt aðrir lýsi yfir áhuga á að byggja álver, segir Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Engu að síður hraða skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði afgreiðslu erindis sem varðar stækkun álversins. Norðurál skrifaði fyrir rúmum hálfum mánuði undir samkomulag sem kalla má viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Helguvík. Norðlendingar vilja líka álver og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði þá greinilegt að mikil samkeppni verði um orku í framtíðinni. Stækkun álversins í Straumsvík hefur verið í kortunum í nokkurn tíma en álverið framleiðir nú þó nokkru meira af áli en verksmiðjan er hönnuð fyrir. En þarf ekki Alcan að hraða ferlinu ef það á ekki að tapa í álkapphlaupinu? Rannveig Rist, forstjóri Alcans, segir að fleiri selji orku en Landsvirkjun þannig að möguleikarnir til að afla orku séu margir. Það þurfi að vega og meta vel ef það eigi að byggja álver eða stækka það sem fyrir er og það taki nokkurn tíma. Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar heldur aukafund á morgun þar sem erindi Alcan varðandi deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar verður endanlega afgreitt. Að sögn Ellýjar Erlingsdóttur, eins ráðsmanna, er aukafundurinn ekki haldinn sérstaklega til að flýta fyrir afgreiðslu þessa máls heldur þurfi bara að grynnka á þeim fjölda mála sem fyrir liggi. Hún segir það frekar hafa dregist að afgreiða málið vegna þess að beðið hefur verið eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun. En liggur ekki á að koma þessum málum á hreint, ef Alcan ætlar að vera fremst í röðinni? Rannveig segir að unnið hafi verið jafnt og þétt í málum á vegum Alcan. Fyrirtækið hafi ekki aukið hraðann en það þurfi að vinna að því af ýmsum öðrum ástæðum en stækkuninni að koma þessum málum á hreint. Alcan haldi sínu striki og setji ekki allt á annan endann bara af því að aðra langi til að byggja álver. Hún telji að það sé enn þá til pláss og orka í landinu af ýmsum toga. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Næg orka og rými eru á Íslandi svo að Alcan þarf ekki að rjúka upp til handa og fóta þótt aðrir lýsi yfir áhuga á að byggja álver, segir Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Engu að síður hraða skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði afgreiðslu erindis sem varðar stækkun álversins. Norðurál skrifaði fyrir rúmum hálfum mánuði undir samkomulag sem kalla má viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Helguvík. Norðlendingar vilja líka álver og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði þá greinilegt að mikil samkeppni verði um orku í framtíðinni. Stækkun álversins í Straumsvík hefur verið í kortunum í nokkurn tíma en álverið framleiðir nú þó nokkru meira af áli en verksmiðjan er hönnuð fyrir. En þarf ekki Alcan að hraða ferlinu ef það á ekki að tapa í álkapphlaupinu? Rannveig Rist, forstjóri Alcans, segir að fleiri selji orku en Landsvirkjun þannig að möguleikarnir til að afla orku séu margir. Það þurfi að vega og meta vel ef það eigi að byggja álver eða stækka það sem fyrir er og það taki nokkurn tíma. Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar heldur aukafund á morgun þar sem erindi Alcan varðandi deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar verður endanlega afgreitt. Að sögn Ellýjar Erlingsdóttur, eins ráðsmanna, er aukafundurinn ekki haldinn sérstaklega til að flýta fyrir afgreiðslu þessa máls heldur þurfi bara að grynnka á þeim fjölda mála sem fyrir liggi. Hún segir það frekar hafa dregist að afgreiða málið vegna þess að beðið hefur verið eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun. En liggur ekki á að koma þessum málum á hreint, ef Alcan ætlar að vera fremst í röðinni? Rannveig segir að unnið hafi verið jafnt og þétt í málum á vegum Alcan. Fyrirtækið hafi ekki aukið hraðann en það þurfi að vinna að því af ýmsum öðrum ástæðum en stækkuninni að koma þessum málum á hreint. Alcan haldi sínu striki og setji ekki allt á annan endann bara af því að aðra langi til að byggja álver. Hún telji að það sé enn þá til pláss og orka í landinu af ýmsum toga.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira