Innlent

Guðfríður endurkjörin formaður SÍ

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór í dag. Í tilkynningu frá sambandinu segir að jákvæðar og líflegar umræður hafi farið fram á fundinum um stöðu skákarinnar, stefnu sambandsins og áframhaldandi uppbyggingu æskulýðsstarfs. Auk Guðfríðar Lilju skipa Björn Þorfinnsson, Bragi Kristjánsson, Gunnar Björnsson, Helgi Árnason, Ólafur Kjartansson og Óttar Felix Hauksson stjórn Skáksambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×