Er þorskur endurnýjanleg auðlind? 20. maí 2005 00:01 ÚÞorskveiðar - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur t frá þróun þorskveiða má draga þá ályktun, að þorskurinn sé ekki endurnýjanleg auðlind. Meðfram austurströnd Norður-Ameríku frá Davis-sundi til Georgsbanka var þorskur verðmæt auðlind í aldir. Evrópumenn stunduðu veiðar á Miklabanka í stórum stíl og víðar; engar sögur fóru af hruni þótt aflabrögð hafi sveiflast. Um tveir tugir undirstofna þorsks voru þar áður, en nú er þorskleysi; og það sem verra er, sá vottur af fiski sem er þar sýnir engin batamerki þótt veiðar á þorski hafi verið bannaðar í 10-13 ár og eftir harkalegar aðgerðir í Bandaríkjunum. Ástandið í Norðursjó er ekki mikið betra, en hann var auðugasta fiskveiðisvæði heims; þar lifir þorskur nú við auman kost. Fiskurinn, sem breytti heiminum, er nú í mýflugumynd og státar aðeins af brostnum vonum og deilum í ESB ásamt ráðleysi þrátt fyrir margar skýrslur. Nýlega var upplýst að 1.700 vísindamenn komi að starfi Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist það vel í lagt og ætti það lið að geta státað af góðum tillögum og vitneskju um það hvernig endurreisa megi þorskinn. En margir vísindamenn eru hégómlegir eins og aðrir; þeir ota sínum tota, en bara fáir þeirra hafa komið með haldbærar skýringar, hvað þá góð ráð önnur en bara að veiða skuli minna. Þeim ráðum er búið að fylgja í Kanada í rúman áratug og ekkert gengur. Þetta minnir á smellin skrif Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar; honum varð tíðrætt um "fiskleysisguðinn", en honum var lítið um ráðleggingar fiskifræðinga, sem hann taldi bara boða villutrú. Í ljósi sögunnar er nokkuð til í því, en lífið í sjónum er flókið og stundum virðast takmörkuð vísindi gefa litlu betri svör en sjómaðurinn í brúnni. En tiltekinn hópur vísindamanna hefur í fáein ár birt fjölda af vísindagreinum með þeim upplýsingum, að langvarandi veiðar (með botnvörpu og dragnót) hafi valdið alvarlegum erfðabreytingum sem leiði til sífellt lægri kynþroskaaldurs og minni uppskeru eða veiðiþols. Vísindamennirnir hafa fengið aðgang að samfelldum gögnum um 12 fiskstofna í Norður-Atlantshafi um kynþroskaaldur og breytingar á honum. Niðurstöður sýna að kynþroskaaldurinn hefur lækkað viðvarandi í aðdraganda hruns, sem varð í þeim öllum. Þetta eru erfðabreytingar, sem jafngilda því að fiskurinn breytist smám saman í tímans rás. Þegar vísindamenn draga lærdóm af fiskveiðum í fortíð og ýmsum líffræðilegum eiginleikum, sem eru mælanlegir, eru þeir að skrá sagnfræði liðins tíma, en hún veitir mönnum takmarkaða innsýn í framtíðina; sjálft viðfangsefnið hefur breyst, fiskurinn sjálfur. Hvað fyndist bændum um það að ærnar bæru tvisvar á ári og þær næðu engum holdum til að geta af sér heilbrigð lömb? Eða að börnin okkar yrðu kynþroska 6-7 ára? Íslenski þorskurinn varð kynþroska aðallega 8 ára gamall í byrjun síðasta aldar, en nú að stórum hluta kynþroska 4-5 ára. Þetta eru mjög alvarlegar vísbendingar og það er ábyrgðarleysi að skella skollaeyrum við nýjum erfðaniðurstöðum, sem nú má lesa um í mörgum tugum greina í virtum vísindatímaritum. Hvernig stendur á því að íslenskir vísindamenn virðist ekki vera opnir fyrir þessum vísindum? Niðurstöður rannsókna standa á meðan þær eru fengnar með vísindalegum og endurtakanlegum aðferðum og þær ekki bornar til baka með jafngóðum niðurstöðum. Þeir sem telja sig vita betur eiga bara að segja hvað er rangt í tilvitnuðum niðurstöðum og koma með betri niðurstöður. Vilja menn ekki viðurkenna vísindi sem fjalla um erfðabreytingar í þorskinum? Einstakir menn gera það munnlega, en eru tregir til að gera það opinberlega. Það virðist jafnerfitt og að ræða um arfbundna geðveiki í eigin ætt. Eru menn svona miklir snillingar hér og eru þeirra tillögur svo góðar, að ætla megi að annað gerist hér en í útlöndum? Sumir ræða um kvótakerfið, en auðvitað er það bara peningastjórnunarkerfi, sem á að skammta aðgang að auðlindunum og auka hagkvæmni; með því hafa menn of mikið frelsi til að velja veiðarfæri. Skömmtunaraðferðin sjálf leiðir til of mikillar notkunar á hættulegum veiðarfærum; það leiðir til tortímingar stofnanna, undirstofna þorsksins. Háprísuð hagkvæmnin leiðir til hins gagnstæða í tímans rás og "endurnýjanleg" auðlindin bregst. Mörgum er ljóst, að þorskurinn er við hrunmörk. Tíðrætt er um Færeyjar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Hjalti í Jákupsstovu, yfirmaður fiskirannsókna eyjarskeggjanna, segir að ekkert kerfi sé betra en hvernig það er notað; 75-85% af þorski og ýsu þar veiðast með krókum. Galdurinn er líkast til fólginn í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
ÚÞorskveiðar - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur t frá þróun þorskveiða má draga þá ályktun, að þorskurinn sé ekki endurnýjanleg auðlind. Meðfram austurströnd Norður-Ameríku frá Davis-sundi til Georgsbanka var þorskur verðmæt auðlind í aldir. Evrópumenn stunduðu veiðar á Miklabanka í stórum stíl og víðar; engar sögur fóru af hruni þótt aflabrögð hafi sveiflast. Um tveir tugir undirstofna þorsks voru þar áður, en nú er þorskleysi; og það sem verra er, sá vottur af fiski sem er þar sýnir engin batamerki þótt veiðar á þorski hafi verið bannaðar í 10-13 ár og eftir harkalegar aðgerðir í Bandaríkjunum. Ástandið í Norðursjó er ekki mikið betra, en hann var auðugasta fiskveiðisvæði heims; þar lifir þorskur nú við auman kost. Fiskurinn, sem breytti heiminum, er nú í mýflugumynd og státar aðeins af brostnum vonum og deilum í ESB ásamt ráðleysi þrátt fyrir margar skýrslur. Nýlega var upplýst að 1.700 vísindamenn komi að starfi Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist það vel í lagt og ætti það lið að geta státað af góðum tillögum og vitneskju um það hvernig endurreisa megi þorskinn. En margir vísindamenn eru hégómlegir eins og aðrir; þeir ota sínum tota, en bara fáir þeirra hafa komið með haldbærar skýringar, hvað þá góð ráð önnur en bara að veiða skuli minna. Þeim ráðum er búið að fylgja í Kanada í rúman áratug og ekkert gengur. Þetta minnir á smellin skrif Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar; honum varð tíðrætt um "fiskleysisguðinn", en honum var lítið um ráðleggingar fiskifræðinga, sem hann taldi bara boða villutrú. Í ljósi sögunnar er nokkuð til í því, en lífið í sjónum er flókið og stundum virðast takmörkuð vísindi gefa litlu betri svör en sjómaðurinn í brúnni. En tiltekinn hópur vísindamanna hefur í fáein ár birt fjölda af vísindagreinum með þeim upplýsingum, að langvarandi veiðar (með botnvörpu og dragnót) hafi valdið alvarlegum erfðabreytingum sem leiði til sífellt lægri kynþroskaaldurs og minni uppskeru eða veiðiþols. Vísindamennirnir hafa fengið aðgang að samfelldum gögnum um 12 fiskstofna í Norður-Atlantshafi um kynþroskaaldur og breytingar á honum. Niðurstöður sýna að kynþroskaaldurinn hefur lækkað viðvarandi í aðdraganda hruns, sem varð í þeim öllum. Þetta eru erfðabreytingar, sem jafngilda því að fiskurinn breytist smám saman í tímans rás. Þegar vísindamenn draga lærdóm af fiskveiðum í fortíð og ýmsum líffræðilegum eiginleikum, sem eru mælanlegir, eru þeir að skrá sagnfræði liðins tíma, en hún veitir mönnum takmarkaða innsýn í framtíðina; sjálft viðfangsefnið hefur breyst, fiskurinn sjálfur. Hvað fyndist bændum um það að ærnar bæru tvisvar á ári og þær næðu engum holdum til að geta af sér heilbrigð lömb? Eða að börnin okkar yrðu kynþroska 6-7 ára? Íslenski þorskurinn varð kynþroska aðallega 8 ára gamall í byrjun síðasta aldar, en nú að stórum hluta kynþroska 4-5 ára. Þetta eru mjög alvarlegar vísbendingar og það er ábyrgðarleysi að skella skollaeyrum við nýjum erfðaniðurstöðum, sem nú má lesa um í mörgum tugum greina í virtum vísindatímaritum. Hvernig stendur á því að íslenskir vísindamenn virðist ekki vera opnir fyrir þessum vísindum? Niðurstöður rannsókna standa á meðan þær eru fengnar með vísindalegum og endurtakanlegum aðferðum og þær ekki bornar til baka með jafngóðum niðurstöðum. Þeir sem telja sig vita betur eiga bara að segja hvað er rangt í tilvitnuðum niðurstöðum og koma með betri niðurstöður. Vilja menn ekki viðurkenna vísindi sem fjalla um erfðabreytingar í þorskinum? Einstakir menn gera það munnlega, en eru tregir til að gera það opinberlega. Það virðist jafnerfitt og að ræða um arfbundna geðveiki í eigin ætt. Eru menn svona miklir snillingar hér og eru þeirra tillögur svo góðar, að ætla megi að annað gerist hér en í útlöndum? Sumir ræða um kvótakerfið, en auðvitað er það bara peningastjórnunarkerfi, sem á að skammta aðgang að auðlindunum og auka hagkvæmni; með því hafa menn of mikið frelsi til að velja veiðarfæri. Skömmtunaraðferðin sjálf leiðir til of mikillar notkunar á hættulegum veiðarfærum; það leiðir til tortímingar stofnanna, undirstofna þorsksins. Háprísuð hagkvæmnin leiðir til hins gagnstæða í tímans rás og "endurnýjanleg" auðlindin bregst. Mörgum er ljóst, að þorskurinn er við hrunmörk. Tíðrætt er um Færeyjar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Hjalti í Jákupsstovu, yfirmaður fiskirannsókna eyjarskeggjanna, segir að ekkert kerfi sé betra en hvernig það er notað; 75-85% af þorski og ýsu þar veiðast með krókum. Galdurinn er líkast til fólginn í því.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun