Er þorskur endurnýjanleg auðlind? 20. maí 2005 00:01 ÚÞorskveiðar - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur t frá þróun þorskveiða má draga þá ályktun, að þorskurinn sé ekki endurnýjanleg auðlind. Meðfram austurströnd Norður-Ameríku frá Davis-sundi til Georgsbanka var þorskur verðmæt auðlind í aldir. Evrópumenn stunduðu veiðar á Miklabanka í stórum stíl og víðar; engar sögur fóru af hruni þótt aflabrögð hafi sveiflast. Um tveir tugir undirstofna þorsks voru þar áður, en nú er þorskleysi; og það sem verra er, sá vottur af fiski sem er þar sýnir engin batamerki þótt veiðar á þorski hafi verið bannaðar í 10-13 ár og eftir harkalegar aðgerðir í Bandaríkjunum. Ástandið í Norðursjó er ekki mikið betra, en hann var auðugasta fiskveiðisvæði heims; þar lifir þorskur nú við auman kost. Fiskurinn, sem breytti heiminum, er nú í mýflugumynd og státar aðeins af brostnum vonum og deilum í ESB ásamt ráðleysi þrátt fyrir margar skýrslur. Nýlega var upplýst að 1.700 vísindamenn komi að starfi Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist það vel í lagt og ætti það lið að geta státað af góðum tillögum og vitneskju um það hvernig endurreisa megi þorskinn. En margir vísindamenn eru hégómlegir eins og aðrir; þeir ota sínum tota, en bara fáir þeirra hafa komið með haldbærar skýringar, hvað þá góð ráð önnur en bara að veiða skuli minna. Þeim ráðum er búið að fylgja í Kanada í rúman áratug og ekkert gengur. Þetta minnir á smellin skrif Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar; honum varð tíðrætt um "fiskleysisguðinn", en honum var lítið um ráðleggingar fiskifræðinga, sem hann taldi bara boða villutrú. Í ljósi sögunnar er nokkuð til í því, en lífið í sjónum er flókið og stundum virðast takmörkuð vísindi gefa litlu betri svör en sjómaðurinn í brúnni. En tiltekinn hópur vísindamanna hefur í fáein ár birt fjölda af vísindagreinum með þeim upplýsingum, að langvarandi veiðar (með botnvörpu og dragnót) hafi valdið alvarlegum erfðabreytingum sem leiði til sífellt lægri kynþroskaaldurs og minni uppskeru eða veiðiþols. Vísindamennirnir hafa fengið aðgang að samfelldum gögnum um 12 fiskstofna í Norður-Atlantshafi um kynþroskaaldur og breytingar á honum. Niðurstöður sýna að kynþroskaaldurinn hefur lækkað viðvarandi í aðdraganda hruns, sem varð í þeim öllum. Þetta eru erfðabreytingar, sem jafngilda því að fiskurinn breytist smám saman í tímans rás. Þegar vísindamenn draga lærdóm af fiskveiðum í fortíð og ýmsum líffræðilegum eiginleikum, sem eru mælanlegir, eru þeir að skrá sagnfræði liðins tíma, en hún veitir mönnum takmarkaða innsýn í framtíðina; sjálft viðfangsefnið hefur breyst, fiskurinn sjálfur. Hvað fyndist bændum um það að ærnar bæru tvisvar á ári og þær næðu engum holdum til að geta af sér heilbrigð lömb? Eða að börnin okkar yrðu kynþroska 6-7 ára? Íslenski þorskurinn varð kynþroska aðallega 8 ára gamall í byrjun síðasta aldar, en nú að stórum hluta kynþroska 4-5 ára. Þetta eru mjög alvarlegar vísbendingar og það er ábyrgðarleysi að skella skollaeyrum við nýjum erfðaniðurstöðum, sem nú má lesa um í mörgum tugum greina í virtum vísindatímaritum. Hvernig stendur á því að íslenskir vísindamenn virðist ekki vera opnir fyrir þessum vísindum? Niðurstöður rannsókna standa á meðan þær eru fengnar með vísindalegum og endurtakanlegum aðferðum og þær ekki bornar til baka með jafngóðum niðurstöðum. Þeir sem telja sig vita betur eiga bara að segja hvað er rangt í tilvitnuðum niðurstöðum og koma með betri niðurstöður. Vilja menn ekki viðurkenna vísindi sem fjalla um erfðabreytingar í þorskinum? Einstakir menn gera það munnlega, en eru tregir til að gera það opinberlega. Það virðist jafnerfitt og að ræða um arfbundna geðveiki í eigin ætt. Eru menn svona miklir snillingar hér og eru þeirra tillögur svo góðar, að ætla megi að annað gerist hér en í útlöndum? Sumir ræða um kvótakerfið, en auðvitað er það bara peningastjórnunarkerfi, sem á að skammta aðgang að auðlindunum og auka hagkvæmni; með því hafa menn of mikið frelsi til að velja veiðarfæri. Skömmtunaraðferðin sjálf leiðir til of mikillar notkunar á hættulegum veiðarfærum; það leiðir til tortímingar stofnanna, undirstofna þorsksins. Háprísuð hagkvæmnin leiðir til hins gagnstæða í tímans rás og "endurnýjanleg" auðlindin bregst. Mörgum er ljóst, að þorskurinn er við hrunmörk. Tíðrætt er um Færeyjar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Hjalti í Jákupsstovu, yfirmaður fiskirannsókna eyjarskeggjanna, segir að ekkert kerfi sé betra en hvernig það er notað; 75-85% af þorski og ýsu þar veiðast með krókum. Galdurinn er líkast til fólginn í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
ÚÞorskveiðar - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur t frá þróun þorskveiða má draga þá ályktun, að þorskurinn sé ekki endurnýjanleg auðlind. Meðfram austurströnd Norður-Ameríku frá Davis-sundi til Georgsbanka var þorskur verðmæt auðlind í aldir. Evrópumenn stunduðu veiðar á Miklabanka í stórum stíl og víðar; engar sögur fóru af hruni þótt aflabrögð hafi sveiflast. Um tveir tugir undirstofna þorsks voru þar áður, en nú er þorskleysi; og það sem verra er, sá vottur af fiski sem er þar sýnir engin batamerki þótt veiðar á þorski hafi verið bannaðar í 10-13 ár og eftir harkalegar aðgerðir í Bandaríkjunum. Ástandið í Norðursjó er ekki mikið betra, en hann var auðugasta fiskveiðisvæði heims; þar lifir þorskur nú við auman kost. Fiskurinn, sem breytti heiminum, er nú í mýflugumynd og státar aðeins af brostnum vonum og deilum í ESB ásamt ráðleysi þrátt fyrir margar skýrslur. Nýlega var upplýst að 1.700 vísindamenn komi að starfi Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist það vel í lagt og ætti það lið að geta státað af góðum tillögum og vitneskju um það hvernig endurreisa megi þorskinn. En margir vísindamenn eru hégómlegir eins og aðrir; þeir ota sínum tota, en bara fáir þeirra hafa komið með haldbærar skýringar, hvað þá góð ráð önnur en bara að veiða skuli minna. Þeim ráðum er búið að fylgja í Kanada í rúman áratug og ekkert gengur. Þetta minnir á smellin skrif Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar; honum varð tíðrætt um "fiskleysisguðinn", en honum var lítið um ráðleggingar fiskifræðinga, sem hann taldi bara boða villutrú. Í ljósi sögunnar er nokkuð til í því, en lífið í sjónum er flókið og stundum virðast takmörkuð vísindi gefa litlu betri svör en sjómaðurinn í brúnni. En tiltekinn hópur vísindamanna hefur í fáein ár birt fjölda af vísindagreinum með þeim upplýsingum, að langvarandi veiðar (með botnvörpu og dragnót) hafi valdið alvarlegum erfðabreytingum sem leiði til sífellt lægri kynþroskaaldurs og minni uppskeru eða veiðiþols. Vísindamennirnir hafa fengið aðgang að samfelldum gögnum um 12 fiskstofna í Norður-Atlantshafi um kynþroskaaldur og breytingar á honum. Niðurstöður sýna að kynþroskaaldurinn hefur lækkað viðvarandi í aðdraganda hruns, sem varð í þeim öllum. Þetta eru erfðabreytingar, sem jafngilda því að fiskurinn breytist smám saman í tímans rás. Þegar vísindamenn draga lærdóm af fiskveiðum í fortíð og ýmsum líffræðilegum eiginleikum, sem eru mælanlegir, eru þeir að skrá sagnfræði liðins tíma, en hún veitir mönnum takmarkaða innsýn í framtíðina; sjálft viðfangsefnið hefur breyst, fiskurinn sjálfur. Hvað fyndist bændum um það að ærnar bæru tvisvar á ári og þær næðu engum holdum til að geta af sér heilbrigð lömb? Eða að börnin okkar yrðu kynþroska 6-7 ára? Íslenski þorskurinn varð kynþroska aðallega 8 ára gamall í byrjun síðasta aldar, en nú að stórum hluta kynþroska 4-5 ára. Þetta eru mjög alvarlegar vísbendingar og það er ábyrgðarleysi að skella skollaeyrum við nýjum erfðaniðurstöðum, sem nú má lesa um í mörgum tugum greina í virtum vísindatímaritum. Hvernig stendur á því að íslenskir vísindamenn virðist ekki vera opnir fyrir þessum vísindum? Niðurstöður rannsókna standa á meðan þær eru fengnar með vísindalegum og endurtakanlegum aðferðum og þær ekki bornar til baka með jafngóðum niðurstöðum. Þeir sem telja sig vita betur eiga bara að segja hvað er rangt í tilvitnuðum niðurstöðum og koma með betri niðurstöður. Vilja menn ekki viðurkenna vísindi sem fjalla um erfðabreytingar í þorskinum? Einstakir menn gera það munnlega, en eru tregir til að gera það opinberlega. Það virðist jafnerfitt og að ræða um arfbundna geðveiki í eigin ætt. Eru menn svona miklir snillingar hér og eru þeirra tillögur svo góðar, að ætla megi að annað gerist hér en í útlöndum? Sumir ræða um kvótakerfið, en auðvitað er það bara peningastjórnunarkerfi, sem á að skammta aðgang að auðlindunum og auka hagkvæmni; með því hafa menn of mikið frelsi til að velja veiðarfæri. Skömmtunaraðferðin sjálf leiðir til of mikillar notkunar á hættulegum veiðarfærum; það leiðir til tortímingar stofnanna, undirstofna þorsksins. Háprísuð hagkvæmnin leiðir til hins gagnstæða í tímans rás og "endurnýjanleg" auðlindin bregst. Mörgum er ljóst, að þorskurinn er við hrunmörk. Tíðrætt er um Færeyjar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Hjalti í Jákupsstovu, yfirmaður fiskirannsókna eyjarskeggjanna, segir að ekkert kerfi sé betra en hvernig það er notað; 75-85% af þorski og ýsu þar veiðast með krókum. Galdurinn er líkast til fólginn í því.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar