Ég sakna mannsins míns svo sárt 18. maí 2005 00:01 "Ég sakna mannsins míns svo sárt," sagði hin unga ekkja, Thanh Viet Mac, þegar Fréttablaðið heimsótti hana á heimili hennar í Breiðholtinu í gær. Það er mikill harmur kveðinn að Viet eftir að eiginmaður hennar Vu Van Phong var stunginn til bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi að kvöldi hvítasunnudags. Eftir stendur unga konan, fædd 1978, ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Viet er nýlega orðin ófrísk aftur og lífið brosti við ungu hjónunum þar til hinn skelfilegi atburður átti sér stað fyrir fáeinum dögum. Þau unnu bæði í efnalauginni Mjódd og hafa verið þar afar vel látin. Tveir vinir Viet voru staddir hjá henni í gærmorgun. Kalla varð til túlk svo blaðamaður gæti rætt við hana því hvorki hún né aðrir viðstaddir gátu gert sig skiljanleg á íslensku. Þau ræddu saman á móðurmáli sínu víetnömsku meðan beðið var eftir túlkinum og var greinilegt af látbragði þeirra að þau voru að fara í gegnum voðaatburðinn þegar eiginmaður Viet var stunginn til bana. Eftirtektarvert var hve fólkið var æðrulaust í sorg sinni. Í stofunni stóð dúkað borð með mynd af hinum látna, logandi kerti og reykelsi, víni og matvæli samkvæmt víetnamskri hefð. Fjöldamargir blómvendir höfðu borist og stöðugur straumur fólks verið í heimsókn til hennar til að votta henni samúð. Sumar fjölskyldurnar höfðu komið oftar en einu sinni. Síðdegis í gær eða í dag átti að liggja fyrir ákvörðun um hvenær eiginmaður hennar yrði jarðaður. "Ég hef lítið getað hugsað til framtíðar, það er svo skammt um liðið frá því að maðurinn minn dó," sagði Viet. "Ég veit samt að það á eftir að reynast mér mjög erfitt að sjá mér og fjölskyldu minni farborða. Við keyptum íbúðina okkar 2002 og fengum 90 prósent lán til að fjármagna kaupin. Af þessu þarf vitanlega að borga og reka heimilið. Ég veit ekki hvernig ég mun leysa það." Viet kvaðst ekki vera með há laun. Hún hefði ekki bílpróf, en þyrfti að koma dóttur sinni í leikskóla og komast sjálf í vinnuna í Kópavogi. "Ég verð bara að reyna nú að taka eitt í einu," sagði þessi unga kona, aðdáanlega sterk í sorg sinni. DV hefur hrundið af stokkunum fjársöfnun í samvinnu við Rauða kross Íslands sem sér um vörslu þess fjár sem safnast. Þeir sem vilja styrkja ungu ekkjuna, dóttur hennar og ófædda barnið geta lagt inn á reikning nr: 301 - 26 - 350. Kennitala RKÍ er 530269 - 1839. Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
"Ég sakna mannsins míns svo sárt," sagði hin unga ekkja, Thanh Viet Mac, þegar Fréttablaðið heimsótti hana á heimili hennar í Breiðholtinu í gær. Það er mikill harmur kveðinn að Viet eftir að eiginmaður hennar Vu Van Phong var stunginn til bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi að kvöldi hvítasunnudags. Eftir stendur unga konan, fædd 1978, ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Viet er nýlega orðin ófrísk aftur og lífið brosti við ungu hjónunum þar til hinn skelfilegi atburður átti sér stað fyrir fáeinum dögum. Þau unnu bæði í efnalauginni Mjódd og hafa verið þar afar vel látin. Tveir vinir Viet voru staddir hjá henni í gærmorgun. Kalla varð til túlk svo blaðamaður gæti rætt við hana því hvorki hún né aðrir viðstaddir gátu gert sig skiljanleg á íslensku. Þau ræddu saman á móðurmáli sínu víetnömsku meðan beðið var eftir túlkinum og var greinilegt af látbragði þeirra að þau voru að fara í gegnum voðaatburðinn þegar eiginmaður Viet var stunginn til bana. Eftirtektarvert var hve fólkið var æðrulaust í sorg sinni. Í stofunni stóð dúkað borð með mynd af hinum látna, logandi kerti og reykelsi, víni og matvæli samkvæmt víetnamskri hefð. Fjöldamargir blómvendir höfðu borist og stöðugur straumur fólks verið í heimsókn til hennar til að votta henni samúð. Sumar fjölskyldurnar höfðu komið oftar en einu sinni. Síðdegis í gær eða í dag átti að liggja fyrir ákvörðun um hvenær eiginmaður hennar yrði jarðaður. "Ég hef lítið getað hugsað til framtíðar, það er svo skammt um liðið frá því að maðurinn minn dó," sagði Viet. "Ég veit samt að það á eftir að reynast mér mjög erfitt að sjá mér og fjölskyldu minni farborða. Við keyptum íbúðina okkar 2002 og fengum 90 prósent lán til að fjármagna kaupin. Af þessu þarf vitanlega að borga og reka heimilið. Ég veit ekki hvernig ég mun leysa það." Viet kvaðst ekki vera með há laun. Hún hefði ekki bílpróf, en þyrfti að koma dóttur sinni í leikskóla og komast sjálf í vinnuna í Kópavogi. "Ég verð bara að reyna nú að taka eitt í einu," sagði þessi unga kona, aðdáanlega sterk í sorg sinni. DV hefur hrundið af stokkunum fjársöfnun í samvinnu við Rauða kross Íslands sem sér um vörslu þess fjár sem safnast. Þeir sem vilja styrkja ungu ekkjuna, dóttur hennar og ófædda barnið geta lagt inn á reikning nr: 301 - 26 - 350. Kennitala RKÍ er 530269 - 1839.
Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira