Ég sakna mannsins míns svo sárt 18. maí 2005 00:01 "Ég sakna mannsins míns svo sárt," sagði hin unga ekkja, Thanh Viet Mac, þegar Fréttablaðið heimsótti hana á heimili hennar í Breiðholtinu í gær. Það er mikill harmur kveðinn að Viet eftir að eiginmaður hennar Vu Van Phong var stunginn til bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi að kvöldi hvítasunnudags. Eftir stendur unga konan, fædd 1978, ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Viet er nýlega orðin ófrísk aftur og lífið brosti við ungu hjónunum þar til hinn skelfilegi atburður átti sér stað fyrir fáeinum dögum. Þau unnu bæði í efnalauginni Mjódd og hafa verið þar afar vel látin. Tveir vinir Viet voru staddir hjá henni í gærmorgun. Kalla varð til túlk svo blaðamaður gæti rætt við hana því hvorki hún né aðrir viðstaddir gátu gert sig skiljanleg á íslensku. Þau ræddu saman á móðurmáli sínu víetnömsku meðan beðið var eftir túlkinum og var greinilegt af látbragði þeirra að þau voru að fara í gegnum voðaatburðinn þegar eiginmaður Viet var stunginn til bana. Eftirtektarvert var hve fólkið var æðrulaust í sorg sinni. Í stofunni stóð dúkað borð með mynd af hinum látna, logandi kerti og reykelsi, víni og matvæli samkvæmt víetnamskri hefð. Fjöldamargir blómvendir höfðu borist og stöðugur straumur fólks verið í heimsókn til hennar til að votta henni samúð. Sumar fjölskyldurnar höfðu komið oftar en einu sinni. Síðdegis í gær eða í dag átti að liggja fyrir ákvörðun um hvenær eiginmaður hennar yrði jarðaður. "Ég hef lítið getað hugsað til framtíðar, það er svo skammt um liðið frá því að maðurinn minn dó," sagði Viet. "Ég veit samt að það á eftir að reynast mér mjög erfitt að sjá mér og fjölskyldu minni farborða. Við keyptum íbúðina okkar 2002 og fengum 90 prósent lán til að fjármagna kaupin. Af þessu þarf vitanlega að borga og reka heimilið. Ég veit ekki hvernig ég mun leysa það." Viet kvaðst ekki vera með há laun. Hún hefði ekki bílpróf, en þyrfti að koma dóttur sinni í leikskóla og komast sjálf í vinnuna í Kópavogi. "Ég verð bara að reyna nú að taka eitt í einu," sagði þessi unga kona, aðdáanlega sterk í sorg sinni. DV hefur hrundið af stokkunum fjársöfnun í samvinnu við Rauða kross Íslands sem sér um vörslu þess fjár sem safnast. Þeir sem vilja styrkja ungu ekkjuna, dóttur hennar og ófædda barnið geta lagt inn á reikning nr: 301 - 26 - 350. Kennitala RKÍ er 530269 - 1839. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
"Ég sakna mannsins míns svo sárt," sagði hin unga ekkja, Thanh Viet Mac, þegar Fréttablaðið heimsótti hana á heimili hennar í Breiðholtinu í gær. Það er mikill harmur kveðinn að Viet eftir að eiginmaður hennar Vu Van Phong var stunginn til bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi að kvöldi hvítasunnudags. Eftir stendur unga konan, fædd 1978, ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Viet er nýlega orðin ófrísk aftur og lífið brosti við ungu hjónunum þar til hinn skelfilegi atburður átti sér stað fyrir fáeinum dögum. Þau unnu bæði í efnalauginni Mjódd og hafa verið þar afar vel látin. Tveir vinir Viet voru staddir hjá henni í gærmorgun. Kalla varð til túlk svo blaðamaður gæti rætt við hana því hvorki hún né aðrir viðstaddir gátu gert sig skiljanleg á íslensku. Þau ræddu saman á móðurmáli sínu víetnömsku meðan beðið var eftir túlkinum og var greinilegt af látbragði þeirra að þau voru að fara í gegnum voðaatburðinn þegar eiginmaður Viet var stunginn til bana. Eftirtektarvert var hve fólkið var æðrulaust í sorg sinni. Í stofunni stóð dúkað borð með mynd af hinum látna, logandi kerti og reykelsi, víni og matvæli samkvæmt víetnamskri hefð. Fjöldamargir blómvendir höfðu borist og stöðugur straumur fólks verið í heimsókn til hennar til að votta henni samúð. Sumar fjölskyldurnar höfðu komið oftar en einu sinni. Síðdegis í gær eða í dag átti að liggja fyrir ákvörðun um hvenær eiginmaður hennar yrði jarðaður. "Ég hef lítið getað hugsað til framtíðar, það er svo skammt um liðið frá því að maðurinn minn dó," sagði Viet. "Ég veit samt að það á eftir að reynast mér mjög erfitt að sjá mér og fjölskyldu minni farborða. Við keyptum íbúðina okkar 2002 og fengum 90 prósent lán til að fjármagna kaupin. Af þessu þarf vitanlega að borga og reka heimilið. Ég veit ekki hvernig ég mun leysa það." Viet kvaðst ekki vera með há laun. Hún hefði ekki bílpróf, en þyrfti að koma dóttur sinni í leikskóla og komast sjálf í vinnuna í Kópavogi. "Ég verð bara að reyna nú að taka eitt í einu," sagði þessi unga kona, aðdáanlega sterk í sorg sinni. DV hefur hrundið af stokkunum fjársöfnun í samvinnu við Rauða kross Íslands sem sér um vörslu þess fjár sem safnast. Þeir sem vilja styrkja ungu ekkjuna, dóttur hennar og ófædda barnið geta lagt inn á reikning nr: 301 - 26 - 350. Kennitala RKÍ er 530269 - 1839.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira