Ísland beini kröftum að Taívan 18. maí 2005 00:01 Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Einar K. Guðfinnsson gerir heitstrengingar kínverskra ráðamanna um aukin mannréttindi að umtalsefni á heimasíðu sinni. Einar segist ekki vera á móti opinberum heimsóknum eða eflingu samskipta þjóðanna en hann vilji einfaldlega að benda á að það sé mikil hræsni í því fólgin, þegar fyrimenn koma í heimsókn í Kína, að því sé lýst yfir að fram undan sé virðing fyrir mannréttindum og áhugi á að ræða þau mál við stjórnmálamenn og félagasamtök á sama tíma og Kínverjar sýni það í verki þegar þeir koma hingað til lands að þeir hafi ekki sýnt þessum málum áhuga. Einar leggur áherslu á að þótt Íslendingar vilji vera í góðum samskiptum við Kínverja megi ekki gleyma afstöðu þeirra í ýmsum málum sem gangi í berhögg við okkar stefnu og gildi. Á sama tíma og þeir séu með fagurgala við Ólaf Ragnar Grímsson þá beini þeir flugskeytum að friðsömu nágrannaríki, Taívan, og hafi jafnvel í hótunum um að ráðast þar inn. Einar minnir á ferð íslenskra þingmanna til Taívans fyrir skömmu sem kínverski sendiherrann hérlendis gagnrýndi harðlega. „Við skulum ekki gleyma því að Taiwanir eru gamlir og góðir vinir okkar, okkur jafn mikilvæg þjóð í viðskiptum og Kínverjar. Þangað ættum við að beina athygli okkar og kröftum í vaxandi mæli; ekki síst á viðskiptasviðinu," skrifar Einar í pistli sínum. En ef þarf að velja á milli þessara tveggja markaða virðist greinilegt miðað við stærð viðskiptasendinefndarinnar sem nú er í Kína að flestir velji Kínamarkað. Einar segir telja að Íslendingar eigi ekki að láta stilla sér þannig upp að þeir þurfi að velja. Íslendingar eigi að hafa samskipti og viðstkipti við bæði ríki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Einar K. Guðfinnsson gerir heitstrengingar kínverskra ráðamanna um aukin mannréttindi að umtalsefni á heimasíðu sinni. Einar segist ekki vera á móti opinberum heimsóknum eða eflingu samskipta þjóðanna en hann vilji einfaldlega að benda á að það sé mikil hræsni í því fólgin, þegar fyrimenn koma í heimsókn í Kína, að því sé lýst yfir að fram undan sé virðing fyrir mannréttindum og áhugi á að ræða þau mál við stjórnmálamenn og félagasamtök á sama tíma og Kínverjar sýni það í verki þegar þeir koma hingað til lands að þeir hafi ekki sýnt þessum málum áhuga. Einar leggur áherslu á að þótt Íslendingar vilji vera í góðum samskiptum við Kínverja megi ekki gleyma afstöðu þeirra í ýmsum málum sem gangi í berhögg við okkar stefnu og gildi. Á sama tíma og þeir séu með fagurgala við Ólaf Ragnar Grímsson þá beini þeir flugskeytum að friðsömu nágrannaríki, Taívan, og hafi jafnvel í hótunum um að ráðast þar inn. Einar minnir á ferð íslenskra þingmanna til Taívans fyrir skömmu sem kínverski sendiherrann hérlendis gagnrýndi harðlega. „Við skulum ekki gleyma því að Taiwanir eru gamlir og góðir vinir okkar, okkur jafn mikilvæg þjóð í viðskiptum og Kínverjar. Þangað ættum við að beina athygli okkar og kröftum í vaxandi mæli; ekki síst á viðskiptasviðinu," skrifar Einar í pistli sínum. En ef þarf að velja á milli þessara tveggja markaða virðist greinilegt miðað við stærð viðskiptasendinefndarinnar sem nú er í Kína að flestir velji Kínamarkað. Einar segir telja að Íslendingar eigi ekki að láta stilla sér þannig upp að þeir þurfi að velja. Íslendingar eigi að hafa samskipti og viðstkipti við bæði ríki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira