Ísland beini kröftum að Taívan 18. maí 2005 00:01 Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Einar K. Guðfinnsson gerir heitstrengingar kínverskra ráðamanna um aukin mannréttindi að umtalsefni á heimasíðu sinni. Einar segist ekki vera á móti opinberum heimsóknum eða eflingu samskipta þjóðanna en hann vilji einfaldlega að benda á að það sé mikil hræsni í því fólgin, þegar fyrimenn koma í heimsókn í Kína, að því sé lýst yfir að fram undan sé virðing fyrir mannréttindum og áhugi á að ræða þau mál við stjórnmálamenn og félagasamtök á sama tíma og Kínverjar sýni það í verki þegar þeir koma hingað til lands að þeir hafi ekki sýnt þessum málum áhuga. Einar leggur áherslu á að þótt Íslendingar vilji vera í góðum samskiptum við Kínverja megi ekki gleyma afstöðu þeirra í ýmsum málum sem gangi í berhögg við okkar stefnu og gildi. Á sama tíma og þeir séu með fagurgala við Ólaf Ragnar Grímsson þá beini þeir flugskeytum að friðsömu nágrannaríki, Taívan, og hafi jafnvel í hótunum um að ráðast þar inn. Einar minnir á ferð íslenskra þingmanna til Taívans fyrir skömmu sem kínverski sendiherrann hérlendis gagnrýndi harðlega. „Við skulum ekki gleyma því að Taiwanir eru gamlir og góðir vinir okkar, okkur jafn mikilvæg þjóð í viðskiptum og Kínverjar. Þangað ættum við að beina athygli okkar og kröftum í vaxandi mæli; ekki síst á viðskiptasviðinu," skrifar Einar í pistli sínum. En ef þarf að velja á milli þessara tveggja markaða virðist greinilegt miðað við stærð viðskiptasendinefndarinnar sem nú er í Kína að flestir velji Kínamarkað. Einar segir telja að Íslendingar eigi ekki að láta stilla sér þannig upp að þeir þurfi að velja. Íslendingar eigi að hafa samskipti og viðstkipti við bæði ríki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Einar K. Guðfinnsson gerir heitstrengingar kínverskra ráðamanna um aukin mannréttindi að umtalsefni á heimasíðu sinni. Einar segist ekki vera á móti opinberum heimsóknum eða eflingu samskipta þjóðanna en hann vilji einfaldlega að benda á að það sé mikil hræsni í því fólgin, þegar fyrimenn koma í heimsókn í Kína, að því sé lýst yfir að fram undan sé virðing fyrir mannréttindum og áhugi á að ræða þau mál við stjórnmálamenn og félagasamtök á sama tíma og Kínverjar sýni það í verki þegar þeir koma hingað til lands að þeir hafi ekki sýnt þessum málum áhuga. Einar leggur áherslu á að þótt Íslendingar vilji vera í góðum samskiptum við Kínverja megi ekki gleyma afstöðu þeirra í ýmsum málum sem gangi í berhögg við okkar stefnu og gildi. Á sama tíma og þeir séu með fagurgala við Ólaf Ragnar Grímsson þá beini þeir flugskeytum að friðsömu nágrannaríki, Taívan, og hafi jafnvel í hótunum um að ráðast þar inn. Einar minnir á ferð íslenskra þingmanna til Taívans fyrir skömmu sem kínverski sendiherrann hérlendis gagnrýndi harðlega. „Við skulum ekki gleyma því að Taiwanir eru gamlir og góðir vinir okkar, okkur jafn mikilvæg þjóð í viðskiptum og Kínverjar. Þangað ættum við að beina athygli okkar og kröftum í vaxandi mæli; ekki síst á viðskiptasviðinu," skrifar Einar í pistli sínum. En ef þarf að velja á milli þessara tveggja markaða virðist greinilegt miðað við stærð viðskiptasendinefndarinnar sem nú er í Kína að flestir velji Kínamarkað. Einar segir telja að Íslendingar eigi ekki að láta stilla sér þannig upp að þeir þurfi að velja. Íslendingar eigi að hafa samskipti og viðstkipti við bæði ríki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira