Verð á notuðum bílum hríðlækkar 16. maí 2005 00:01 Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. Heilu skipsfarmarnir af nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum eru nú fluttir til landsins vegna lágs gengis dollarans. Á sama tíma hefur sala á nýjum bílum tvöfaldast hjá umboðunum og er búist við að hún verði 12-14.000 bílar í ár, miðað við um 6.000 bíla meðalsölu fyrir nokkrum árum. Og þeir sem eignast alla þessa nýju bíla hljóta að gera eitthvað við gömlu bílana sína. Á bílasölunum uppi á Höfða eru öll plön troðfull af notuðum bílum. Samt segja bílasalar að það sé rífandi sala og í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta fyrir þá. En ef sala á nýjum bílum hefur tvöfaldast, og ofan á bætist allur þessi innflutningur frá Bandaríkjunum, hvað verður um alla bílana sem fólk á fyrir? Óskar Guðnason, sölustjóri Aðalbílasölunnar, segir að sín skoðun sé sú að þegar það sé góðæri þá fjölgi bílum heimilisins - ekki aðeins foreldrarnir séu á bíl heldur einnig börnin. Þegar harðni í ári komi bílarnir svo aftur inn á bílasölurnar. Óskar, og reyndar allir aðrir bílasalar sem fréttastofa hafði samband við, segir þetta ár því hafa verið mjög gott, mikil sala, blómleg viðskipti. Meðalbílinn sem seldur er kostar á bilinu 800-1.200.000 krónur og Óskar segir flesta slá lán fyrir kaupverðinu. Aðspurður hvort verðið hafi lækkað af einhverju viti samfara þessu aukna framboði segir hann það svo sannarlega hafa gerst. Nú sé hægt að gera frábær kaup á notuðum bílum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira