Stefna áfram að eigin vatnsveitu 14. maí 2005 00:01 Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í vikunni að bjóða Kópvavogsbæ að kaupa vatn á sama verði og Seltjarnarnes og Mosfellsbær, en síðustu ár hefur umsamið verð Kópavogsbæjar um vatn frá Orkuveitunni verið talsvert hærra en hjá hinum sveitarfélögunum tveimur. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, hafi ekki heyrt um að samþykkt hefði verið að bjóða Kópavogi lægra verð þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann en sagði að ef það væri svo fagnaði hann því. En breytir lækkunin einhverju varðandi vatnsveituframkvæmdir Kópavogsbæjar? Gunnar segir að þær geri það ekki enda muni verðið vera mun betra þegar framkvæmdum er lokið. Auk þess hafi Kópavogsbær fjárfest fyrir um 200 milljónir í hinni nýju vatnveitu þannig að bærinn haldi ótrauður áfram þeirri vinnu, en reiknað sé með að vatnsveitan verði tekin í notkun á næsta ári. Kópavogsbær vinnur að gerð vatnsveitunnar í Vatnsendakrikum en það hefur tafið framkvæmdirnar að Reykjavíkurborg hefur neitað bænum um að leggja vatnsleiðsu í gegnum land borgarinnar. Gunnar vonar að farsæl lausn finnist á málinu en beðið er eftir úrskurði iðnaðarráðherra vegna þess. En mun Kópavogsbær hindra Orkuveituna í að fara í gegnum land Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunar verði framkvæmdir Kópavogsbæjar tafðar frekar? Gunnar segir það hálfgerðan sankassaleik sem hann vilji ekki taka þátt í en þessi möguleiki sé fyrir hendi og borgaryfirvöld þurfi að vita af því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í vikunni að bjóða Kópvavogsbæ að kaupa vatn á sama verði og Seltjarnarnes og Mosfellsbær, en síðustu ár hefur umsamið verð Kópavogsbæjar um vatn frá Orkuveitunni verið talsvert hærra en hjá hinum sveitarfélögunum tveimur. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, hafi ekki heyrt um að samþykkt hefði verið að bjóða Kópavogi lægra verð þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann en sagði að ef það væri svo fagnaði hann því. En breytir lækkunin einhverju varðandi vatnsveituframkvæmdir Kópavogsbæjar? Gunnar segir að þær geri það ekki enda muni verðið vera mun betra þegar framkvæmdum er lokið. Auk þess hafi Kópavogsbær fjárfest fyrir um 200 milljónir í hinni nýju vatnveitu þannig að bærinn haldi ótrauður áfram þeirri vinnu, en reiknað sé með að vatnsveitan verði tekin í notkun á næsta ári. Kópavogsbær vinnur að gerð vatnsveitunnar í Vatnsendakrikum en það hefur tafið framkvæmdirnar að Reykjavíkurborg hefur neitað bænum um að leggja vatnsleiðsu í gegnum land borgarinnar. Gunnar vonar að farsæl lausn finnist á málinu en beðið er eftir úrskurði iðnaðarráðherra vegna þess. En mun Kópavogsbær hindra Orkuveituna í að fara í gegnum land Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunar verði framkvæmdir Kópavogsbæjar tafðar frekar? Gunnar segir það hálfgerðan sankassaleik sem hann vilji ekki taka þátt í en þessi möguleiki sé fyrir hendi og borgaryfirvöld þurfi að vita af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira