Stefna áfram að eigin vatnsveitu 14. maí 2005 00:01 Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í vikunni að bjóða Kópvavogsbæ að kaupa vatn á sama verði og Seltjarnarnes og Mosfellsbær, en síðustu ár hefur umsamið verð Kópavogsbæjar um vatn frá Orkuveitunni verið talsvert hærra en hjá hinum sveitarfélögunum tveimur. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, hafi ekki heyrt um að samþykkt hefði verið að bjóða Kópavogi lægra verð þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann en sagði að ef það væri svo fagnaði hann því. En breytir lækkunin einhverju varðandi vatnsveituframkvæmdir Kópavogsbæjar? Gunnar segir að þær geri það ekki enda muni verðið vera mun betra þegar framkvæmdum er lokið. Auk þess hafi Kópavogsbær fjárfest fyrir um 200 milljónir í hinni nýju vatnveitu þannig að bærinn haldi ótrauður áfram þeirri vinnu, en reiknað sé með að vatnsveitan verði tekin í notkun á næsta ári. Kópavogsbær vinnur að gerð vatnsveitunnar í Vatnsendakrikum en það hefur tafið framkvæmdirnar að Reykjavíkurborg hefur neitað bænum um að leggja vatnsleiðsu í gegnum land borgarinnar. Gunnar vonar að farsæl lausn finnist á málinu en beðið er eftir úrskurði iðnaðarráðherra vegna þess. En mun Kópavogsbær hindra Orkuveituna í að fara í gegnum land Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunar verði framkvæmdir Kópavogsbæjar tafðar frekar? Gunnar segir það hálfgerðan sankassaleik sem hann vilji ekki taka þátt í en þessi möguleiki sé fyrir hendi og borgaryfirvöld þurfi að vita af því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í vikunni að bjóða Kópvavogsbæ að kaupa vatn á sama verði og Seltjarnarnes og Mosfellsbær, en síðustu ár hefur umsamið verð Kópavogsbæjar um vatn frá Orkuveitunni verið talsvert hærra en hjá hinum sveitarfélögunum tveimur. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, hafi ekki heyrt um að samþykkt hefði verið að bjóða Kópavogi lægra verð þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann en sagði að ef það væri svo fagnaði hann því. En breytir lækkunin einhverju varðandi vatnsveituframkvæmdir Kópavogsbæjar? Gunnar segir að þær geri það ekki enda muni verðið vera mun betra þegar framkvæmdum er lokið. Auk þess hafi Kópavogsbær fjárfest fyrir um 200 milljónir í hinni nýju vatnveitu þannig að bærinn haldi ótrauður áfram þeirri vinnu, en reiknað sé með að vatnsveitan verði tekin í notkun á næsta ári. Kópavogsbær vinnur að gerð vatnsveitunnar í Vatnsendakrikum en það hefur tafið framkvæmdirnar að Reykjavíkurborg hefur neitað bænum um að leggja vatnsleiðsu í gegnum land borgarinnar. Gunnar vonar að farsæl lausn finnist á málinu en beðið er eftir úrskurði iðnaðarráðherra vegna þess. En mun Kópavogsbær hindra Orkuveituna í að fara í gegnum land Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunar verði framkvæmdir Kópavogsbæjar tafðar frekar? Gunnar segir það hálfgerðan sankassaleik sem hann vilji ekki taka þátt í en þessi möguleiki sé fyrir hendi og borgaryfirvöld þurfi að vita af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira