Kuðungsígræðsla jók málþroska 13. október 2005 19:12 Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. Valsarinn Óli Þór Sigurjónsson tjáir sig á tveimur málum, talaðri íslensku og táknmáli. Þökk sé tækninni er íslenska hans fyrsta mál en ekki táknmál. Tveggja ára fór hann í kuðungsígræðslu í Svíþjóð. Tæki sem nemur hljóð var komið fyrir í innra eyranu en það sendir rafboð eftir heyrnartauginni til heilans. Með markvissri þjálfun hjá talmeinafræðingi og dyggum stuðningi foreldra, leikskólans, Talþjálfunar Reykjavíkur og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar hefur hann á fjórum árum náð sama málþroska og jafnaldrar hans sem hafa heyrt frá fyrsta degi. Þessi íslenska leið skilar betri árangri en sést hefur hjá nágrannaþjóðum okkar. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur telur að árangurinn sé að mörgu leyti einstakur vegna þess að Óli sé að ná því að vera því sem næst tvítyngdur á íslensku og táknmál. Það vanti aðeins upp á seinna málið en hann hafi alla færni og allar leiðir til að verða mjög fær í táknmálinu. Regína Rögnvaldsdóttir leikskólasérkennari á leiksóla Óla Þórs segir að þetta hafi gefið góða raun. Óli Þór læri bæði málin sem sé mjög mikilvægt fyrir hann. Óli Þór fer í Hlíðaskóla í haust, þar er deild fyrir heyrnarlaus börn, en til að styrkja þann frábæra árangur sem náðst hefur vill talmeinafræðingurinn að Óli Þór fari í almennan bekk og stundi nám án sérstakrar aðstoðar táknmálstúlks. Í öðrum löndum er fátítt að heyrnarlaus börn gerist svo sjálfstæð í heimi heyrenda, alltént á svo skömmum tíma. Bryndís segir að það vanti að einhver taki hvert og eitt mál að sér og fylgi því eftir frá a til ö. Litli bróðir Óla Þórs er líka heyrnarlaus. Þess stutta, sem er sautján mánaða, bíður seinni kuðungsígræðslan af tveimur síðar á þessu ári. Svo tekur við markviss þjálfun alveg eins og hjá stóra bróður. Kuðungsígræðsla er nýleg aðgerð og hún gagnast ekki öllum heyrnarskertum börnum. Mörgum opnar hún alveg nýjan heim. Óli Þór er lifandi sönnun þess. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. Valsarinn Óli Þór Sigurjónsson tjáir sig á tveimur málum, talaðri íslensku og táknmáli. Þökk sé tækninni er íslenska hans fyrsta mál en ekki táknmál. Tveggja ára fór hann í kuðungsígræðslu í Svíþjóð. Tæki sem nemur hljóð var komið fyrir í innra eyranu en það sendir rafboð eftir heyrnartauginni til heilans. Með markvissri þjálfun hjá talmeinafræðingi og dyggum stuðningi foreldra, leikskólans, Talþjálfunar Reykjavíkur og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar hefur hann á fjórum árum náð sama málþroska og jafnaldrar hans sem hafa heyrt frá fyrsta degi. Þessi íslenska leið skilar betri árangri en sést hefur hjá nágrannaþjóðum okkar. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur telur að árangurinn sé að mörgu leyti einstakur vegna þess að Óli sé að ná því að vera því sem næst tvítyngdur á íslensku og táknmál. Það vanti aðeins upp á seinna málið en hann hafi alla færni og allar leiðir til að verða mjög fær í táknmálinu. Regína Rögnvaldsdóttir leikskólasérkennari á leiksóla Óla Þórs segir að þetta hafi gefið góða raun. Óli Þór læri bæði málin sem sé mjög mikilvægt fyrir hann. Óli Þór fer í Hlíðaskóla í haust, þar er deild fyrir heyrnarlaus börn, en til að styrkja þann frábæra árangur sem náðst hefur vill talmeinafræðingurinn að Óli Þór fari í almennan bekk og stundi nám án sérstakrar aðstoðar táknmálstúlks. Í öðrum löndum er fátítt að heyrnarlaus börn gerist svo sjálfstæð í heimi heyrenda, alltént á svo skömmum tíma. Bryndís segir að það vanti að einhver taki hvert og eitt mál að sér og fylgi því eftir frá a til ö. Litli bróðir Óla Þórs er líka heyrnarlaus. Þess stutta, sem er sautján mánaða, bíður seinni kuðungsígræðslan af tveimur síðar á þessu ári. Svo tekur við markviss þjálfun alveg eins og hjá stóra bróður. Kuðungsígræðsla er nýleg aðgerð og hún gagnast ekki öllum heyrnarskertum börnum. Mörgum opnar hún alveg nýjan heim. Óli Þór er lifandi sönnun þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira