Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? 13. október 2005 19:12 Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira