Innlent

Aukaverkanir sjaldgæfar

Aukaverkanir af bólusetningum eru sjaldgæfar og langtum minni en aukaverkanir af þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn, segir sérfræðingur hjá Landlækni. Þá bendi ekkert til að samsett bólusetning gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt valdi einhverfu, eins og haldið hefur verið fram. Börn eru bólusett eru gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt í einni sprautu en miklar deilur risu um þá aðferð, ekki síst í Bretlandi þar sem menn héldu því fram fullum fetum og töldu sig geta fært sönnur á að þessi bólusetning gæti valdið ýmsu, eins og til dæmis einhverfu. Þórólfur Guðnason læknir segir þessa umræðu hafa verið mjög háværa upp úr 1998 en margar rannsóknir í mörgum löndum hafi sýnt fram á að engin tengsl séu þarna á milli. Þó geti bólusetningar valdið aukaverkunum en þær séu afar fátíðar og langtum minni en aukaverkanir af þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×