Friðargæsluliðar aldrei í fríi 29. apríl 2005 00:01 Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda