Veltir fyrir sér framboðskostnaði 29. apríl 2005 00:01 Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda