Innlent

Mikill munur á þjónustugjöldum

Verðmunur á þjónustu fasteignasala við sölu á íbúðum getur hlaupið á hundruðum þúsunda og hvetja Neytendasamtökin fólk til að kynna sér verðskrár fasteignasalanna fyrir fram og gera bindandi samninga við þá. Samtökin ásamt Húseigaendafélaginu gerðu könnun nú í apríl á gjaldskrám fasteignasala sem yfirleitt eru ekki aðgengilegar á heimasíðum þeirra. Spurst var fyrir á 77 fasteignasölum og voru flestar tilbúnar að svara spuningum samtakanna. Ef litið er á svonefnd umsýslugjöld, sem einkum felsast í því að fasteignasalarnir sjái um fyrir fólk að láta þingýsa samningum, þá er það sums staðar alveg ókeypis en annars rokkar verðið frá fimm þúsund krónum upp í 40 þúsund. Ef íbúð er í einkasölu hjá einni fasteignasölu er nær undantekningalaust ekki tekið skoðunargjald en annars er það á bilinu 10 til 14 þúsund krónur. Mismunandi er hvort og hversu mikinn þátt seljendur taka í auglýsingum á íbúðum og hleypur munurinn þar á mörgum þúsundum. Mestur er þó munurinn á söluþóknun. Hún getur verið allt frá 0,75 prósentum söluverðs upp í 2,9 prósent. Ef tekið er dæmi um íbúð, sem seld er á 15 milljónir, getur söluþóknunin verið á bílinu 112.500 upp í 435.000 og munar þar ríflega 320 þúsundum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×