Nýtt sveitarfélag í uppsiglingu 24. apríl 2005 00:01 Líklegt er að Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Í kosningum á laugardag samþykkti meirihluti íbúa sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og Skorradalshrepps að auki en Skorrdælingar felldu. Þar sem sameiningin var samþykkt af meirihluta allra íbúa þarf að kjósa aftur í Skorradal. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar og formaður sameiningarnefndar, kveðst sæll og glaður með úrslit kosninganna en viðurkennir að heldur hefði hann kosið að hafa Skorradal með. "Við bíðum eftir seinni kosningunni þar og ég skora á fólk að fara vel yfir málið og sjá hvort það eigi ekki betur heima með okkur en að standa eitt og sér," segir Sveinbjörn en vill engu spá um niðurstöðurnar. Hann telur þó litlu skipta fyrir hugsanlegt nýtt sveitarfélag hvort Skorradalur verður með eður ei. "Við náum fram langmestu af þeirri hagræðingu og þeim breytingum sem við ætluðum okkur með þessum fjórum sem samþykktu. En Skorradalurinn verður þá enn meira eyland á eftir. Þar eru 65 íbúar og þó að nálægðin og fámennið kunni kannski að vera notalegt á stundum getur það einnig verið mjög grimmt þegar svo ber undir." Hver sem úrslitin verða er nýtt og öflugt sveitarfélag norðan Skarðsheiðar í farvatninu, í það minnsta finnst Sveinbirni mjög líklegt að sveitarfélögin sem samþykktu sameinist. Í því byggju nálega 3.500 íbúar og yrði það fjórtánda fjölmennasta sveitarfélag landsins og það sjöunda fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Sveinbjörn segir helstu kosti sameinaðs sveitarfélags liggja í öflugu stoðkerfi til þjónustu við íbúana, sérstaklega í minni sveitarfélögunum. "Í annan stað held ég að styrkur þessarar sameiningar liggi í samkeppni við önnur sveitarfélög um fólk og fyrirtæki. Ég tel að það sé engin tilviljun hve mikið er að gerast í Árborg, Fjarðabyggð, Skagafirði og á Suðurnesjum. Þar sjáum við beina afleiðingu af sameiningu sveitarfélaga þar sem boðið er upp á þjónustu sem fólk og fyrirtæki kunna að meta. Þess vegna vill fólk vera þar." Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Líklegt er að Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Í kosningum á laugardag samþykkti meirihluti íbúa sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og Skorradalshrepps að auki en Skorrdælingar felldu. Þar sem sameiningin var samþykkt af meirihluta allra íbúa þarf að kjósa aftur í Skorradal. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar og formaður sameiningarnefndar, kveðst sæll og glaður með úrslit kosninganna en viðurkennir að heldur hefði hann kosið að hafa Skorradal með. "Við bíðum eftir seinni kosningunni þar og ég skora á fólk að fara vel yfir málið og sjá hvort það eigi ekki betur heima með okkur en að standa eitt og sér," segir Sveinbjörn en vill engu spá um niðurstöðurnar. Hann telur þó litlu skipta fyrir hugsanlegt nýtt sveitarfélag hvort Skorradalur verður með eður ei. "Við náum fram langmestu af þeirri hagræðingu og þeim breytingum sem við ætluðum okkur með þessum fjórum sem samþykktu. En Skorradalurinn verður þá enn meira eyland á eftir. Þar eru 65 íbúar og þó að nálægðin og fámennið kunni kannski að vera notalegt á stundum getur það einnig verið mjög grimmt þegar svo ber undir." Hver sem úrslitin verða er nýtt og öflugt sveitarfélag norðan Skarðsheiðar í farvatninu, í það minnsta finnst Sveinbirni mjög líklegt að sveitarfélögin sem samþykktu sameinist. Í því byggju nálega 3.500 íbúar og yrði það fjórtánda fjölmennasta sveitarfélag landsins og það sjöunda fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Sveinbjörn segir helstu kosti sameinaðs sveitarfélags liggja í öflugu stoðkerfi til þjónustu við íbúana, sérstaklega í minni sveitarfélögunum. "Í annan stað held ég að styrkur þessarar sameiningar liggi í samkeppni við önnur sveitarfélög um fólk og fyrirtæki. Ég tel að það sé engin tilviljun hve mikið er að gerast í Árborg, Fjarðabyggð, Skagafirði og á Suðurnesjum. Þar sjáum við beina afleiðingu af sameiningu sveitarfélaga þar sem boðið er upp á þjónustu sem fólk og fyrirtæki kunna að meta. Þess vegna vill fólk vera þar."
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira