Fagnar reglum um fjármál þingmanna 21. apríl 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár. Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem setur ekki eina einustu reglu um það hvernig fjármálum þingmanna og ráðherra er háttað. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að forsætisnefnd þingsins setji strax reglur sem koma í veg fyrir spillingu. Hún fer fram á það að settar verði reglur varðandi boðsferðir, gjafir og setu í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Reyndar telji hún að það sé vafasamt að þingmenn eigi að geta setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Annars staðar á Norðurlöndum eru þingmenn beðnir um að tilkynna um öll störf sem þeir sinna utan þingsins og hvað þeir fá í laun og skiptir engu hvort um einkafyrirtæki eða ríkisstofnanir er að ræða. Þá greina þeir frá öllum fjárhagslegum stuðningi og gjöfum sem þeir fá sem og ferðum til útlanda sem fyrirtæki eða félagasamtök borga fyrir. Þá þurfa þingmenn og ráðherrar að greina frá öllum hlutabréfum eða öðrum eignum sem fara yfir 500 þúsund íslenskra króna. Aðeins er um beiðnir að ræða nema í Finnlandi en þar eru þingmenn og ráðherrar skyldugir til að gefa þessi mál upp. Jóhanna hefur barist fyrir slíkum reglum í áraraðir án þess að hljóta nægilegar undirtekir þar til forsætisráðherra léði máls á því á Alþingi í gær. Jóhanna segist telja að menn hafi gert þetta vegna þess að þeir hafi verið komnir út í horn vegna þeirrar umræðu sem hafi verið um fjármálalega spillingu í tengslum við einkavinavæðinguna, eins og hún orðar það. Aðspurð hverjar hún telji ástæðurnar fyrir því að ekkert hafi verið gert segir Jóhanna að þingmenn hafi í krafti valds síns reist ákveðnar girðingar í kringum sig og hafi ekki tekið þátt í því gegnsæi sem verið hafi í stjórnsýslunni en þetta sé sem betur fer að breytast Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár. Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem setur ekki eina einustu reglu um það hvernig fjármálum þingmanna og ráðherra er háttað. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að forsætisnefnd þingsins setji strax reglur sem koma í veg fyrir spillingu. Hún fer fram á það að settar verði reglur varðandi boðsferðir, gjafir og setu í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Reyndar telji hún að það sé vafasamt að þingmenn eigi að geta setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Annars staðar á Norðurlöndum eru þingmenn beðnir um að tilkynna um öll störf sem þeir sinna utan þingsins og hvað þeir fá í laun og skiptir engu hvort um einkafyrirtæki eða ríkisstofnanir er að ræða. Þá greina þeir frá öllum fjárhagslegum stuðningi og gjöfum sem þeir fá sem og ferðum til útlanda sem fyrirtæki eða félagasamtök borga fyrir. Þá þurfa þingmenn og ráðherrar að greina frá öllum hlutabréfum eða öðrum eignum sem fara yfir 500 þúsund íslenskra króna. Aðeins er um beiðnir að ræða nema í Finnlandi en þar eru þingmenn og ráðherrar skyldugir til að gefa þessi mál upp. Jóhanna hefur barist fyrir slíkum reglum í áraraðir án þess að hljóta nægilegar undirtekir þar til forsætisráðherra léði máls á því á Alþingi í gær. Jóhanna segist telja að menn hafi gert þetta vegna þess að þeir hafi verið komnir út í horn vegna þeirrar umræðu sem hafi verið um fjármálalega spillingu í tengslum við einkavinavæðinguna, eins og hún orðar það. Aðspurð hverjar hún telji ástæðurnar fyrir því að ekkert hafi verið gert segir Jóhanna að þingmenn hafi í krafti valds síns reist ákveðnar girðingar í kringum sig og hafi ekki tekið þátt í því gegnsæi sem verið hafi í stjórnsýslunni en þetta sé sem betur fer að breytast
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira