Innlent

Sumar og vetur frusu saman

Sumar og vetur frusu saman, sem samkvæmt þjóðtrúnni boðar gott sumar. Landsmenn víða um land fögnuðu sumarkomunni í betra veðri en þeir eiga að venjast á þessum degi. Í Reykjavík gengu skátar frá Arnarhóli að Hallgrímskirkju þar sem haldin var guðsþjónusta eins og hefð er fyrir. Víða í hverfum höfuðborgarinnar voru síðan hverfahátíðir þar sem ýmislegt var gert sér til gamans og einkum hugað að áhugamálum yngri kynslóðarinnar. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort eitthvað er að marka þjóðtrúna og sumarið verði veðursælt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×