Innlent

Hestadagar í Skagafirði

Alþjóðlegu hestadagarnir Tekið til kostanna hefjast í dag í Skagafirði og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er búa til markaðstorg fyrir íslenska hestinn og hefur hátíðin m.a. verið markaðssett í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fræðsluerindi, reiðkennsla, töltkeppni, kynbótadómar, skeifukeppni Hólaskóla og þá verða stórsýningar föstudags- og laugardagskvöld. Fyrir hestadögunum standa Hrossaræktarsamband Skagfirðinga, Leiðbeiningamiðstöðin, Hólaskóli og eignarhaldsfélagið Fluga, en búist er búist við allt að tvö þúsund gestum á þá. Stefnt að því að gera þá að árlegum viðburði þar sem aðdáendur íslenska hestsins alls staðar að úr heiminum koma saman, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×