Fjöldinn á við meðalbæjarfélag 20. apríl 2005 00:01 Íslendingum sem kaupa sér sumarhús á Spáni hefur fjölgað stórlega á undanförnum árum. Talið er að nokkur hundruð Íslendinga eigi fasteignir á svæðinu kringum borgina Alicante á Costa Blanca. Fjöldi Íslendinga á svæðinu þegar flest er á vorin og haustin samsvarar meðal bæjarfélagi á landsbyggðinni eða sex til áttahundruð manns. Stór hluti þessa fólks er í Félagi sumarhúsaeigenda á Spáni en það var stofnað 1989. Guðmundur Heiðarsson er formaður félagsins og hann segir að íslenskum húseigendum á Spáni hafa fjölgað verulega á síðustu árum. "Það varð mikil aukning fyrir sex árum og svo aftur fyrir tveimur til þremur árum" segir hann. Mikið af þessu fólki er komið á eftirlaun að sögn Guðmundar og býr margt af því lungann úr árinu þarna suðurfrá enda fær fólk mun meira fyrir eftirlaunin sín á Spáni en á Íslandi. "Ætli það séu ekki 150 - 170 manns sem hafa vetursetu þarna", segir hann. Margt af því fólki dvelst síðan hér heima yfir sumartímann og leigir eða lánar þessar eignir sínar á Spáni. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði sunnan við Alicante þar sem flestir Íslendingarnir hafa keypt sér hús og er Íslendingabyggðin hvað þéttust í og við bæinn Torrevieja. Guðmundur segir fólk kaupa alls kyns eignir bæði íbúðir og einbýlishús. "Ég gæti trúað að verð fyrir 80-100 fermetra hús á þessu svæði sé í kringum 10-12 milljónir króna". Margir fjármagna húsakaup á Spáni með því að selja eignir hér heima eða minnka við sig og nota mismuninn til húsakaupa í sólinni. Aðrir fá lán í bönkum á Spáni en þar sem þeir lána ekki eftirlaunafólki segist Guðmundur vita til þess að fólk skrái eignir sínar þarna á börn sín til að fá lán. "Börnin erfa þetta hvort eð er þegar upp er staðið" segir Guðmundur Heiðarsson formaður Félags sumarhúsaeigenda á Spáni. Fréttir Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íslendingum sem kaupa sér sumarhús á Spáni hefur fjölgað stórlega á undanförnum árum. Talið er að nokkur hundruð Íslendinga eigi fasteignir á svæðinu kringum borgina Alicante á Costa Blanca. Fjöldi Íslendinga á svæðinu þegar flest er á vorin og haustin samsvarar meðal bæjarfélagi á landsbyggðinni eða sex til áttahundruð manns. Stór hluti þessa fólks er í Félagi sumarhúsaeigenda á Spáni en það var stofnað 1989. Guðmundur Heiðarsson er formaður félagsins og hann segir að íslenskum húseigendum á Spáni hafa fjölgað verulega á síðustu árum. "Það varð mikil aukning fyrir sex árum og svo aftur fyrir tveimur til þremur árum" segir hann. Mikið af þessu fólki er komið á eftirlaun að sögn Guðmundar og býr margt af því lungann úr árinu þarna suðurfrá enda fær fólk mun meira fyrir eftirlaunin sín á Spáni en á Íslandi. "Ætli það séu ekki 150 - 170 manns sem hafa vetursetu þarna", segir hann. Margt af því fólki dvelst síðan hér heima yfir sumartímann og leigir eða lánar þessar eignir sínar á Spáni. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði sunnan við Alicante þar sem flestir Íslendingarnir hafa keypt sér hús og er Íslendingabyggðin hvað þéttust í og við bæinn Torrevieja. Guðmundur segir fólk kaupa alls kyns eignir bæði íbúðir og einbýlishús. "Ég gæti trúað að verð fyrir 80-100 fermetra hús á þessu svæði sé í kringum 10-12 milljónir króna". Margir fjármagna húsakaup á Spáni með því að selja eignir hér heima eða minnka við sig og nota mismuninn til húsakaupa í sólinni. Aðrir fá lán í bönkum á Spáni en þar sem þeir lána ekki eftirlaunafólki segist Guðmundur vita til þess að fólk skrái eignir sínar þarna á börn sín til að fá lán. "Börnin erfa þetta hvort eð er þegar upp er staðið" segir Guðmundur Heiðarsson formaður Félags sumarhúsaeigenda á Spáni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira