Innlent

380 milljóna hagnaður

Þær hafnir sem nú mynda Faxaflóahafnir sf. skiluðu 380 milljónum í rekstrarafkomu á síðasta ári. Þetta kom fram í máli Helga Hjörvar á fundi borgarstjórnar í gær. Helgi er jafnframt stjórnarformaður Faxaflóahafna. Sérstaklega sagði hann afkomu Reykjavíkurhafna hafa verið framar vonum. Bæði hefðu tekjur verið umfram væntingar, aukist um 100 milljónir, og gjöld undir áætlunum. Rekstrarafgang Reykjavíkurhafna sagði hann hafa verið 356 milljónir á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×