Trúnaðargögn í röngum höndum 13. apríl 2005 00:01 Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira